KVENNABLAÐIÐ

Alfredo kjúklingapasta sem bragðast dásamlega!

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 kjúklingabringur skornar í tvennt, langsum
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • Salt & pipar eftir smekk
  • hveiti
  • 1 msk ólívuolía
  • 3 msk smjör
  • 1 pakki spaghetti eða linguine pasta
  • 120 gr rjómaostur, við stofuhita
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1/2 dl kjúklingasoð
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 1/2 dl rifinn parmesanostur

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðnbeiningum á pakkningu. Rífið niður parmesanostinn.

2. Kryddið kjúklinginn með hvítlauksdufti, salti, pipar og veltið þeim uppúr hveiti. Hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar á háum hita í um 5 mín á hvorri hlið eða þar til þær eru fallega gylltar og eldaðar í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.

3. Þurrkið mestu olíuna af pönnunni og setjið næst 2 msk af smjöri á pönnuna ásamt rjómaosti, rjóma, kjúklingasoði og hvítlauk. Hitið þar til rjómaosturinn bráðnað og sósan er orðin silkumjúk. Leyfið þessu næst að malla í um 5 mín og hrærið reglulega í sósunni. Setjið þá parmesanostinn saman við og mallið áfram í 1 mín. Kryddið til með salti og pipar.

4. Setjið pastað saman við sósuna og blandið vel. Skerið kjúklinginn í hæfilega munnbita og raðið ofan á pastað. Berið fram með extra rifnum parmesan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!