KVENNABLAÐIÐ

Hvernig verða ástarmálin um helgina? – Stjörnuspá!

Það er allt vitlaust að gera í ástarmálunum hjá ljóninu þessa helgina en tunglið fer í gegnum ljónið á föstudagskvöld og það ætti að hitna í kolunum þegar líður á helgina. Hitastig: Sjóðheitt

Vogin og ástvinir hennar ættu að komast að niðurstöðu um helgina en þá kemst á samkomulag um ákveðna hluti. Hitastig: það kraumar en sýður ekki.

Tvíburinn á eftir að lenda í ævintýrum þessa helgi því sjarminn er á fullu gasi, passaðu þig bara að gefa ekki óskýr skilaboð, fólk á til að mistúlka merkin sem þú gefur. Hitastig: Heitt

Auglýsing

Elsku vatnsberi ef þú vilt ekki verða ástinni að bráð um helgina, haltu þig þá heima. Þú ert eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Hitastig: Hringdu á slökkviliðið

Bogmaðurinn er í nautnakasti um helgina og allir sem verða á vegi hans falla í stafi og bráðna. OMG bogmaður, ekki drepa okkur. Hitastig: Á-i!

Kúrulega nautið er ekki alveg í sínu besta formi og vill bara hafa hlutina í skorðum um helgina. Engar óvæntar uppákomur en nautin sem eru í föstu sambandi ættu að finna til öryggis og vellíðunar þrátt fyrir allt. Hitastig: Hlý gola

Krabbadýrið er eitthvað öfugsnúið um helgina og einhleypir krabbar ættu að gera eitthvað fyrir sig sjálfa. þeir eru alltaf að passa að allir séu kátir í kringum þá en nú er komið að innhverfri íhugun fyrir krabbann. Böð, göngutúrar, gamlir vinir eru málið þessa helgina. Hitastig:  Náðu í hitapoka

Meyjan ætti ekki að búast við rómantík um helgina en eitt gott ráð til ykkar meyjur: Hættið að skipa öllum fyrir verkum, það er helgi!!!!! Það væri auðveldara að knúsa ykkur ef þið væruð ekki í þessu smáatriðabulli alltaf. Hitastig: Kólnað kaffi

Auglýsing

Sporðdrekinn er einn um helgina þótt hann sé innan um aðra. Hugurinn er ekki á jörðinni og jafnvel gætu einhver þyngsli steðjað að. Ekki hrinda fólki frá þér. Okkur þykir vænt um þig en þú ert ekki á því að taka á móti ást um helgina. Hitastig: Frostpinni

Fiskarnir synda um höfin um helgina og allt er í graut í tilfinningalífinu. Hvað er svona flókið eiginlega. Stundum þarf fiskurinn bara að anda inn og út og taka á móti hamingjunni. Hún er þarna handan við hornið. Hitastig: Ís-te

Hrúturinn fer út fyrir þægindarammann um helgina og kannar ókunnar lendur ástarlífsins. Vá ,ertu ekki að djóka í mér. Hrúturinn kemst að ýmsu um sjálfan sig sem áður var falið. Hitastig: Holuhraun

Steingeitin ætlar sér ýmislegt um helgina og nær markmiðum sínum. Ekki er mikil ást í kortunum en helgin á eftir að verða ánægjuleg. Kósýkvöld og góð bíómynd er alveg málið. Hitastig: Kakó með rjóma.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!