KVENNABLAÐIÐ

Lærðu að skræla kartöflur með klósettbursta!

Að skræla kartöflur er hundleiðinlegt – næstum því jafn leiðinlegt og að brjóta saman teygjulak og að skera mangó. Það er vitað mál og öllum finnst það. Þessi klári DIY-Rússi hefur komið með mörg húsráð sem hjálpa fólki að leysa erfið og tímafrek verkefni á nokkrum sekúndum. Og hér er eitt þeirra! Þó að þetta sé engan veginn praktísk lausn fyrir þá sem ætla að skræla eina eða tvær kartöflur getur þetta sparað heilmikinn tíma fyrir einhvern sem hefði annars eytt heilli kvöldstund í að skræla heilan kartöflupoka. Það eina sem þarf til verksins er nóg af kartöflum (augljóslega), klósettbursti, borvél, stór fata og smá vatn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!