KVENNABLAÐIÐ

Hverjum myndir þú falla fyrir? Stjörnumerkið kemur upp um þig!

Hvaða týpu úr sjónvarpsþáttum eða bíómyndum myndir þú fara á stefnumót við? Stjörnumerki þitt getur sagt til um það. Margir karakterar í sjónvarpsþáttum verða eins og raunverulegir karekterar í lífi okkar. Oft er gott að geta dottið inn í góðan þátt eða bíómynd um stund og tekið þátt í lífinu þar í stað manns eigin.

Uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn getur sagt heilmikið um þig sem persónu eins og stjörnumerki þitt getur líka. En er hægt að tengja eitt við annað? Vitum það ekki en þetta er allavega til gamans gert.

Finndu út hér hvaða persónu úr sjónvarpsþætti eða bíómynd þú myndir falla fyrir eftir því í hvaða stjörnumerki þú ert.

Hrúturinn – Aaron Samuels („Mean Girls“)

tumblr_mdw96rzCP31rlx9l7o1_500
Hrúturinn er óstöðvandi og ótrúlega sjálfstæður og þarf því alveg ákveðna týpu sem getur „höndlað“ hann. Aaron Samules í „Mean Girls“ þoldi vel leiðtogahæfileika og framkomu Reginu og virti hana sem sterkan maka.

Nautið – Dan Humphrey („Gossip Girl“)

Dan-Humphrey-dan-humphrey-21063271-500-280
Nautið á oft mjög stöðugan og áreiðanlegan félaga. Fólk fætt í þessu merki vill njóta þess sem lífið býður upp á og þarf félaga sem deilir þeirri lífssýn. Og hver er þá betur tilfallinn en Dan Humphrey úr „Gossip Girl“? Dan er jarðbundinn gæi sem kann að meta litlu hlutina í lífinu.

Tvíburinn – Ari Gold („Entourage“)

ari-gold-watch-audemars-piguet
Tvíburinn er tilfinningalega óstöðugur og það er oft erfitt að finna rétta aðilann. Hann elskar að eltast við einhvern spennandi en þegar gæinn er í höfn þá er áhuginn oft farinn og Tvíburinn farinn að leita að nýrri áskorun. En Tvíburinn hatar að vera einn og ef þú ert að deita Tvíbura er best að leyfa honum að vera frjáls og sjálfstæður. Hver væri betri en Ari Gold úr „Entourage“?

Krabbinn – Jim Levenstein („American Pie“)

Biggs
Krabbinn er mjög viðkvæmur og á oft erfitt með að höndla tilfinningar sínar. Hann fer oft í fýlu og getur verið mjög meðaumkunarverður. Krabbinn vill ekki heyra þína skoðun því hann telur sína þá einu réttu og hatar að láta segja sér fyrir verkum. Jim er svo slakur gæi og hann elskar allt í sambandi við dömuna sem hann er að deita. Hann myndi þola skapsveiflurnar og myndi ekki þröngva sínum skoðunum upp á þig.

Ljónið – Lucas Scott („One Tree Hill“)

Lucas-lucas-scott-3310835-1152-864
Manneskja í ljónsmerkinu er hjartahlý og gjafmild og ef þú ert að hitta Ljón þá eru ást og traust alveg öruggt í sambandinu. Þú þarft bara að vara þig á að það getur verið óumburðarlynt og sjálfumglatt stundum. Sá eini sem við fundum í fljótu bragði sem myndi höndla Ljónið er Lucas Scott sem myndi þola slíka framkomu af hálfu þess.

Meyjan – Seth Cohen („The O.C.“)

Seth
Meyjan er hæversk og feimin og oft mjög klár. Hún er mjög vinnusöm og skyldurækin. Oft mjög vanaföst og því höldum við að Seth Cohen úr „The O.C.“ væri frábær fyrir Meyjuna en hann er klár og tryggur.

Vogin – Pacey Witter („The Dawson’s Creek“)

Pacey-Witter-pacey-witter-24823708-500-280
Það er frábært að byrja með Vog því hún er rómantísk, þægileg og mjög félagslynd. Ekki láta daður hennar blekkja þig því þegar hún er þín þá er hún bara þín. Fullkominn maki úr sjónvarpi væri hinn rómantíski Pacey Witter úr „Dawson’s Creek“. Hann leitar ástarinnar sem hann fékk aldrei frá foreldrum sínum og það er einmitt þess konar ást sem Vogin getur veitt.

Sporðdrekinn – Hank Moody („Californication“)

Hank-Moody-californication-15017780-1280-1024
Sporðdrekinn býr yfir áhugaverðum eiginleikum sem takast á. Hann er ástríðufullur en samt öfundsjúkur, spennandi en samt þráhyggjufullur, mjög einbeittur og ákveðinn en samt leyndardómsfullur. Hljómar eins og ruglpakki og það þarf sérstaka manneskju til að díla við þetta. Sporðdrekinn er merki kynlífsins og því kemur enginn annar til greina en Hank Moody úr „Californication“. Það þarf ekkert að útskýra það nánar.

Bogmaðurinn – Shawn Hunter („Boy Meets World“)

shawn-hunter
Fólk í Bogmanni er þekkt fyrir heiðarleika sinn og hreinskilni. Þetta eru góðir kostir í maka en það slæma við Bogmanninn er að hann getur verið eirðarlaus og stundum kærulaus. En hann bætir upp fyrir það með gáfum sínum og bjartsýni. Shawn Hunter úr „Boy Meets World“ myndi elska Bogmann þar sem þau eru bæði frjálslynd og elska að prófa eitthvað nýtt. Hann er nokkurs konar „bad boy“ í þessum þáttum og það er eitthvað sem kona í Bogmanni fellur alltaf fyrir.

Steingeitin – Dexter („Dexter“)

323_7_0_prm-anytime_1024x640
Dexter myndi vera fullkominn kærasti Steingeitarinnar vegna þess hve þau eru bæði varkár og þolinmóð. Já, við vitum að Dexter er raðmorðingi en hvernig hann hugsar og hagar sér myndi falla vel í kramið hjá Steingeitinni. Hann er mjög praktískur, skipulagður og sér alltaf fyrir sér verstu mögulegu útkomu og það finnst Steingeitinni heillandi.

Vatnsberinn – Aiden („Sex and the City“)

john-corbett-sarah-jessica-parker-sex-and-the-city-2-gi
Vatnsberinn er yfirleitt mjög heiðarlegur, traustur og sjálfstæður einstaklingur. Þessi týpa þarf á einhverjum að halda sem ber virðingu fyrir þeim og þeirra hugsjónum. Vatnsberanum leiðist að vera einsamall og vill að einhver sé stöðugt að veita þeim athygli. Og þá er enginn betri til að uppfylla þessar þarfir en Aiden úr „Sex and the City“. Hann er traustur gæi sem er alltaf til staðar fyrir þig.

Fiskurinn – Charlie Dattolo („Girls“)

tumblr_mk00160HWx1rtgm7to1_500
Kona í Fiskamerkinu þarf einhvern sem skilur hana og er þakklátur fyrir hennar djúpu tilfinningar. Þess vegna myndi Charlie úr HBO seríunni „Girls“ vera fullkominn fyrir Fiskinn. Hann er viðkvæmur og klár tónlistarmaður. Hann hefur einnig búið til app sem fer fram á að þú borgir ákveðna upphæð til að fá að senda sms á fyrrverandi. Þú sérð það strax að sköpunarhæfileikarnir eru eitthvað sem allar konur í Fiskamerkinu myndu dragast að.

www.elitedaily.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!