KVENNABLAÐIÐ

Í hvaða stjörnumerki er barnið þitt?

Barn í hrútsmerki er algjör orkubolti, sem þú sérð skjótast hingað og þangað og er alltaf að.

Barn í nautsmerkinu er í góðu jafnvægi og einbeitt og tekur sér tíma til að gera hlutina og flýtir sér hægt.

Barn í tvíburamerkinu er snöggt í hreyfingum eins og svipu sé veifað og ekki óalgengt að sjá það uppá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum.

Barn í krabbamerkinu er feimið og viðkvæmt að eðlisfari og vill frekar leika inni í sínu herbergi heldur en að fara út og takast á við hina “ógnvænlegu” veröld.

Barn í ljónsmerkinu elskar að vera á sviði meira en nokkuð annað.

Barn í meyjarmerkinu er vinnusamt svo að þú getur bókað að það er nóg að gera í kringum það.

Barn í voginni er fæddur málamiðlari sem elskar friðinn og vill að öllum komi vel saman.

Barn fætt í sporðdrekamerkinu er ákaft og sýnir mikla snerpu og oft leiðir það til að önnur börn misskilja sporðdrekann.

Barn fætt í bogmanni er trúðurinn í bekknum og er ávallt glatt og mikið fjör í kringum það.

Barn fætt í steingeit hagar sér eins og fullorðinn frá því að það fæðist.

Þú getur búist við að barn fætt í vatnsbera sé ávallt svolítið úr takt við lífið og tilveruna, en það er stór hluti af sjarma þess.

Barn í fiskamerkinu er oft í eigin heimi, draumaheimi þar sem ævintýri og ímyndaðir vinir búa

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!