KVENNABLAÐIÐ

Einkenni fólks sem fætt er í desember

Desember börn eru ævintýragjörn og gefandi. Þau láta stoltið stundum standa í vegi fyrir sér og geta átt í stuttum átökum við annað fólk. Þau vilja ávallt vera á ferðinni og geta ekki verið lengi á sama stað. Desember fólk er mjög skemmtilegt og heldur ávallt uppi fjörinu hvar sem það kemur. Þessir einstaklingar eru fæddir undir heillastjörnu og eru upp til hópa mjög sterkir einstaklingar. Þau leggja sig fram við að vera góðir við aðra en gleyma sjálfum sér stundum.

Auglýsing
En hér er nánar um fólk fætt í desember:

1. Dugnaður

Fólk fætt í desember eru dugnaðarforkar og hafa mikinn metnað til að standa sig vel í vinnu. Sama við hvað það starfar þá leggur það sig fram við að gera vel og skila öllu á réttum tíma. Þetta fólk klifrar hratt upp metorðastigann ef það vill það. Desemberfólk hræðist ekki nýja hluti og áskoranir og ef þig vantar starfskraft sem þú vilt geta treyst þá er þetta rétta fólkið.

062211-celeb-denzel-washington

2. Góð kímnigáfa

Desemberfólk er mjög fyndið og það hefur mikinn húmor fyrir sjálfu sér. Það vill hlægja frekar en gráta og þetta hjálpar þeim mikið í lífinu. Í erfiðum aðstæðum reynir það að finna eitthvað jákvætt og einblínir á það fekar en það sem dregur það niður. Þess vegna er desember fólk upp til hópa hamingjusamt og gleður aðra.

3. Umhyggjusemi

Fólk fætt í desember er einstaklega gott og umhyggjusamt. Það anar ekki að hlutum þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta er ekki fólkið sem panikar þegar það lendir í erfiðum aðstæðum heldur tekur sér tíma og tekur skynsamlegar og yfirvegðar ákvarðanir. Þetta er það sem fólk elskar í fari þess því það er raunagott, hlustar og er uppbyggjandi.

Britney_Spears_2754876b

4. Góðhjartað

Desemberfólk er einstaklega góðhjartað. Ef einhver á við erfiðleika að etja í kringum það þá er það ávallt mætt á staðinn til að bjóða fram aðstoð sína. Þau fara oft í sjálfboðastörf og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. En vertu viss um að taka hjálpsemi þeirra sem sjálfsögðum hlut. Þau hjálpa aðeins þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Ekki svíkja fólk fætt í desember því þau munu ekki treysta þér aftur.

 

flashdance

5. Heimspeki

Fólk fætt í desember eru miklir hugsuðir og það talar líka mikið. Þau hafa áhuga á heimspeki og þau líta á vandamálin út frá öllum hliðum áður en þau ráðast á að leysa þau.

Auglýsing

 

Samuel L Jackson

 

6. Jákvæðni

Desemberfólk er einstaklega jákvætt að eðlisfari. Þú sérð þau sjaldan í vondu skapi. Þau reyna alltaf að sjá björtu hliðarnar á öllu og halda í jákvæðnina sama hvað gengur á. Þú vilt hafa svona fólk í kringum þig þegar þú ert að glíma við erfið verkefni í lífinu því það hvetur þig áfram og gefur þér von.

7. Hlustar vel

Fólk fætt í desember eru frábærir hlustendur. Þú getur deilt með þeim öllum leyndarmálum án þess að vera hrædd um að þau kjafti frá. Desemberfólk þolir ekki kjaftasögur.

 

Musician Taylor Swift poses for a portrait in West Hollywood, Calif. on Wednesday, Sept. 22, 2010. Swift's new album "Speak Now" will be released on Oct. 25, 2010. (AP Photo/Matt Sayles)

8. Hæfileikar

Desemberfólk býr yfir hæfileikum og er ekkert að fela þá. Dans, söngur, íþróttir, það virðist allt liggja fyrir þeim.

 

christina-aguilera-lips0
Frægt fólk fætt í desember eru m.a: Samuel L Jackson, Christina Aguilera, Britney Spears, Tiger Woods, Woody Allen, Vanessa Hudgens, Taylor Swift, Denzel Washington, Nicki Minaj, Jay Z, Jennifer Beals, Jennifer Connelly, Adam Brody, Alyssa Milano og Ryan Seacrest.

Ef þú ert fædd í desember vertu þá stolt af því, því þú ert einstök. Ávallt tilbúin að hjálpa til, hlusta og í góðu skapi. Þetta allt gerir þig að frábærri vinkonu. Deildu til þeirra sem þú þekkir og eru fæddir í desember til að láta þá vita hversu æðislegir einstaklingar þeir eru.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!