KVENNABLAÐIÐ

U N A Ð U R: Rjómalagað balsamikpasta með ferskum Portobellosveppum

Pasta er einfaldlega stundum viðeigandi. Þessi er freistandi og sáraeinföld, en hefur yfir sér skemmtilega exótískt og suðrænt yfirbragð; pasta má vel laga heima fyrir með durum hveiti og litlum tilkostnaði, en vissulega er hægt að fylgja pakkaleiðbeiningum og næla í Fettuccine úti í búð.

Balsmic-Mushroom-Pasta2-e1429831301153

Brakandi góð uppskrift með skallottu- og hvítlauk, rjómalagaðri balsamikediksósu og smjörsteiktum Portobellosveppum – því stundum er ljúffeng og létt pastauppskrift einfaldlega það besta sem hægt er að bera á kvöldverðarborðið:

Balsmic-Mushroom-Pasta3

H R Á E F N I:

120 gr Fettuccine pasta

3 msk mjúkt smjör

1 msk ólívuolía

¼ bolli skallottulaukur, fínsaxaður

2 væn hvítlauskrif – marin

1 bolli Portobello sveppir, fínskornir

¼ bolli balsamikedik

¼ bolli matreiðslurjómi

1 msk fersk steinselja, fínsöxuð

¼ bolli fínrifinn Parmesan ostur / nokkrar matskeiðar til skreytingar

Salt og pipar

Balsmic-Mushroom-Pasta-e1429831333430

U P P S K R I F T :

#1 – Sjóðið Fettuccine pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Meðan pastað er í pottinum, er gott að hefja undirbúning við sveppasósuna.

#2 – Bræðið eina msk af smjöri saman við eina msk af ólívuolíu í stórum potti við meðalhita. Þegar olían og smjörið eru bráðnuð, ætti að bæta við skallottulauknum og hvítlauknum og leyfa að malla saman í pottinum, eða þar til laukurinn er orðinn meyr.

#3 – Bætið nú skornum Portobello sveppunum í pottinn ásamt einni msk af ólívuolíu til viðbótar ef með þarf og sveppirnir draga ekki nægan raka í sig. Leyfið sveppunum að brúnast í ca. 6 – 8 mínútur.

#4 – Balsamikedik fer nú út í pottinn og hrærið allt saman; gætið vandlega að því að sveppirnir brenni ekki við í botninum og að ekkert sitji fast í pottinum. Bætið við annarri msk af smjöri. Leyfið að krauma í tvær mínútur, slökkvið svo hitann og takið pottinn af hellunni.

#5 – Hellið nú loks út í rjómanum og rifnum Parmesanostinum og hrærið saman við sveppablönduna i pottinum.

#6 – Bætið að endingu soðnu pastanu út í sósupottinn og hristið upp í pottinum til að blanda öllu saman. Bætið ferskri steinselju út í pottinn, kryddið og saltið til (ca. ½ tsk af hvoru).

#7 – Berið fram með rifnum Parmesanosti til að strá yfir pastadiskinn.

Bon Appetit!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!