KVENNABLAÐIÐ

Hundur skaut konu: Myndband

Kona frá Oklahomaríki, Bandaríkjunum, varð fórnarlamb óvenjulegrar skotárásar en glæpa„maðurinn“ var gulur labradorhundur að nafni Molly.

Auglýsing

Tina Springer (44) var farþegi í bíl Brent Parks (79) þegar bíllinn stöðvaði til að bíða eftir að lest færi framhjá. Hvolpurinn Molly varð hrædd þegar lestin fór framhjá og fór að ókyrrast mjög með þeim afleiðingum að hún fór á gikk hlaðnar skammbyssu í framsætinu.

Auglýsing