KVENNABLAÐIÐ

Hjörvar Hafliða fertugur:,,Jú, í ríflega fjögurra ára sambúð okkar hefur hann gefið mér þrjár ryksugur!“

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason fagnaði fertugsafmæli sínu í gær og fékk hann ansi skemmtilega afmæliskveðju frá sambýliskonu sinni og barnsmóður, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur.

„Eins og allir vita er hann ljónharður, enda alinn upp í fiskimjölinu. Og það sem meira er, hann verður eiginlega harðari með hverju árinu. Hann á þó líka mjúkar hliðar og ég veit að hann er sjúkur í mig,“

„Hvers vegna veit ég það? Jú, í ríflega fjögurra ára sambúð okkar hefur hann gefið mér þrjár ryksugur! Það kallar maður skilyrðislausa ást. Hann hefur aldrei ryksugað sjálfur, heldur leyfir mér bara að njóta. Og ég verð eðlilega sjúkari í hann með hverri nýrri ryksugu! Skál fyrir þér og mörgum ryksugum í viðbót! Þú ert mér allt!,“ skrifar Heiðrún.

Screen Shot 2020-10-07 at 11.50.33