KVENNABLAÐIÐ

Matthew McConaughey – róandi myndband – spornað við streitu v/ COVID-19!

Á þessum erfiðu tímum er hvert okkar að snúa sér að mismunandi aðferðum til að takast á við heim þar sem meiri og meiri óvissa er ríkjandi. Stundum eru það hlutir sem við finnum í gegnum Netið; stundum er það gagnkvæm aðstoð; stundum er það eitthvað einfalt, eins og ný appelsína eða fallegt sængurver, sem hjálpar okkur að líða vel á heimilum okkar og líkama þegar faraldur kórónuveirunnar dreifist um allan heim.

Auglýsing

Stundum er það einfaldlega að hressa upp á Instagram-ið eða Twitter til að komast að því hvað fólk er að tala um. Ég skammast mín ekki fyrir að segja að uppfærslur Tom Hanks á Instagram hjálpi mér til að halda geðheilsu minni í lagi í gegnum þetta allt og núna hef ég fundið nýja óútskýranlega ró: Þetta ótrúlega myndband sem Matthew McConaughey tvittaði á þriðjudag, með dularfullu athugasemdinni „Vegna þess að hvert rautt ljós verður að lokum grænt.“ Finndu út hvað hann meinar, hér að ofan:

Alvarleiki ástandsins virðist ekki hafa sett mark sitt á McConaughey´s heilsu, eða með augum … McConaughey. Hann hvetur okkur „til að fara ekki í okkar lægstu lægðir og verða tortryggni og fá ofsóknarbrjálaði“, og tekur fram að „við erum öll háðari hvort öðru en við höfum nokkru sinni verið“ og leggur á þetta áherslu með sínum einskæra sjarma og biður okkur að „ búa til smá límonaði úr þessari sítrónu sem við erum stödd mitt í milli. “ (Ég veit ekki alveg hvað það þýðir í þessum aðstæðum, en mér finnst það einkennilega róandi samt.)

Auglýsing

Að vera sá sem hann er, McConaughey getur ekki annað en komið að því að „Just keep livin“ í lok myndbandsins – það er nefnilega undirstaðan hans. Ertu ekki þegar orðin fullkomlega afslappaður/afslöppuð? Heimurinn kann að vera í ringulreið, en það væri kannski ráð í kvöld búa til kornbrauð í anda Texas og horfa aftur á Dazed and Confused, til heiðurs McConaughey.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!