KVENNABLAÐIÐ

Saltkaramellupoppkorn….ERUÐ ÞIÐ AÐ DJÓKA ….Sjúklega gott!

Poppið baunir 1 1/2 bolla af baunum á móti 2-3 mtsk af olíu. Svo má svindla og nota örbylgjupopp en ekki segja neinum. Setjið í skál og geymið. Ekki borða það!!! Það besta er eftir…bíðið við!

Karamellan:

3/4 bolli saltað smjör
1 bolli brúnn sykur
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft

519bc09b74c5b6676f000153._w.540_s.fit_

Sjóðið saman sykur og smjör á miðlungshita þar til að karamellan dökknar og fær á sig gylltan lit. Passið ykkur að brenna ykkur ekki og að börn séu hvergi nálægt! Þegar byrjar að rjúka eilítið úr karamellunni og hún er orðin vel þykk, takið þá af hellunni og bætið við saltinu, vaniluudropum og lyftiduftinu.

516c316f74c5b63c140008fe._w.540_s.fit_

Fáið einhvern til að hjálpa ykkur þegar þið hellið og blandið karamellunni saman við poppið því það þarf að hræra stöðugt í svo karamellan fari á allt poppið. Einn hellir og einn hrærir…Góð samvinna er allt sem þarf 😉

519bc0a274c5b667b7000156._w.540_s.fit_

Setjið smjörpappír á bökunarplötu og inn í ofn á 100 gráðum í 40 mín.  Hrærið af og til í til að ekki myndist klumpar.

519bc0ae74c5b6678500019a._w.540_s.fit_

Og nú má setja þetta í fallegar skálar eða krukkur og ÆPA: Gjöriði svo vel!

519bc09a74c5b667e800022a._w.540_s.fit_

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!