KVENNABLAÐIÐ

Hvað segja stjörnumerkin um ástina og sumarið hjá þér?

Hrútur

22

Frábært ár fyrir hrútinn. Himintunglin eru með þér í liði í sumar. Þú ert bókstaflega óeðlilega heit! Þú ert eins og segull fyrir listrænu draumóra týpuna sem höfðar til ástríðufulla eðlis þíns. Ekki leita langt yfir skammt. Hann gæti leynst í vinahópnum þínum.

Taktu þér smá tíma í að skoða mynstrið í fyrri samböndum þínum og hvað það er sem hefur ekki verið að virka. Í haust verður þú tilbúin fyrir langtímasamband.

 

Naut

taurus

Love is in the air söng John Paul Young og það á svo sannarlega við hjá Nautinu. Hvort sem þú ert einhleyp eða í sambandi þá mun ástin blómstra hjá þér í sumar og í raun allt árið. Þú elskar að vera dáð og láta stjana við þig og gæji sem er tilbúinn í það mun eiga hjarta þitt. Hann gæti meira að segja fengið þig til að prófa nýja hluti í svefnherberginu.

Þegar þú finnur að þú hefur fundið gaur sem er hvetur þig áfram og trúir á þig þá ertu tilbúin til að taka sambandið upp á næsta stig. Ef þú getur verið þú sjálf í kringum hann þá ertu til.


Tvíburi

brad-pitt-angelina-jolie-16m-house-e1354834262966

Það stefnir í að loksins ertu í sambandi sem þig hefur dreymt um en ekki þorað að vona að muni rætast. Þessu muntu ná fram í sumar eða haust þar sem þú áttar þig á því hvað það er sem skiptir þig mestu máli í sambandi. Þú vilt sanna ást og ástríðufullt samband við mann sem hvetur þig áfram. Ekki sætta þig við neitt minna. Og þegar þú finnur hann skaltu næra sambandið og rómantíkina með því að gera þessa litlu hluti sem skipta máli. Þú munt finna hann í gegnum sameiginlega vini svo vertu dugleg að hitta vini þína og taka þátt í félagslífinu.

 

Krabbi

Beautiful-Margot-Robbie-2-HD-Images-Wallpapers

Það er svo sannarlega allt að gerast í ástarmálunum hjá þér þetta árið. Þú ert virk félagslega og þú hittir mikið af fólki sem kynnir þig fyrir nýjum og ferskum hugmyndum og tækifærum. Einhver sem fylgist með þér blómstra í sumar mun heilla þig upp úr skónum og ef þú heldur í húmorinn og nærð að hafa gaman af þessu þá er það virkilega einhver sem gæti orðið lífsförunautur. Júlí verður sérstaklega rómantískur mánuður hjá krabbanum.

 

Ljón

halle-berry-1

Vertu viðbúin því að 2015 verði sérstaklega kynþokkafullt ár fyrir Ljónið. Þú munt prófa nýja hluti í svefnherberginu sem munu opna huga þinn og ekki hræðast það að verða pínu villt. Rétti gaurinn mun fá þig til að sýna þessa hlið á þér en þið munuð einnig eiga krúttlegar og rómantískar stundir saman í sumar.

Þegar þú finnur þennan sem þér líður vel með og átt auðvelt með að sýna þitt rétta eðli með í svefnherberginu þá veistu að þú ert búin að finna þann eina rétta. Þetta er tíminn til að hleypa einhverjum að þér.

 

Meyja

05-blake-lively.w529.h352.2x

Það er allt brjálað að gera hjá þér í félagslífinu. Þú elskar að vera á bakvið tjöldin en þú neyðir þig til þess að taka stjórnina á sumum aðstæðum og samböndum í lífi þínu og þannig muntu fá meira út úr öllu. Það að taka stjórnina mun gera mikið fyrir sjálfstraust þitt og það munu allir taka eftir þér í sumar.

Gamall kærasti mun sjá þig í nýju ljósi og falla fyrir þér kylliflatur. Vertu opin fyrir því að þið hafið bæði þroskast og breyst og að hlutirnir munu ganga upp í þetta sinn.

 

Vog

198

Ástin gæti blómstrað á ólíklegustu stöðum í sumar. Þú nýtur þín best sem miðpunkturinn í hópnum svo vertu dugleg að bjóða fólki heim og vera gestgjafi. Það verður svo í einu af þessu partýi sem sá eini rétti mun koma auga á þig og þú heillar hann upp úr skónum. Mundu að gefa þér tíma fyrir aðeins ykkur tvö svo þið getið virkilega kynnst hvort öðru vel og tengst.

Reyndu að vera opin og tjá tilfinningar þínar því þú átt það til að vera lokuð.

 

Sporðdreki

julia-roberts-episode-1200x630

Þetta ár fer í minningarbankann. Ástarlíf þitt mun ná nýjum hæðum í sumar eða haust og þínir villtustu draumar munu rætast. Aðalmálið er að losa sig við gamla drauga og loka dyrunum svo þú getir opna nýjar dyr.

Einstakur maður mun verða á vegi þínum eða er í lífi þínu nú þegar og þú þarft bara að vera heiðarleg við sjálfa þig og opna þig fyrir honum. Ferðalög í sumar munu verða einstaklega eftirminnileg.

 

Bogmaður

lucy10n-2-web

Þú ert einstaklega sjálfsörugg í sumar og það virkar eins og segull á menn. Þinn einstaki hæfileiki til að vera sjálfstæð og öðrum óháð mun gera ótal menn brjálaða í þig. En það verður svo hlýja þín og sjarmi sem mun heilla þann eina rétta. Hann verður að vera klár og snjall í samskiptum því annars mun þér leiðast fljótt. Ef þú aðeins hægir á þér og hleypir honum að þér þá er það þess virði.

Þetta verður ekki alveg átakalaust hjá þér því sumarið er spennandi tími og þú vilt líta í kringum þig og halda öllu opnu.


Steingeit

image-2-for-kate-middleton-30th-birthday-gallery-96151792

Þig mun ekki skorta aðdáendur í ár. Þú ert loksins að finna út úr því hvað það er sem þú leitast eftir í sambandi og ekkert annað kemst að hjá þér. Hafðu augun opin eftir manni sem hefur nægilega breytt bak til að standast kröfur þínar og þú gætir orðið yfir þig ástfangin í sumar. Líklegt er að þú finnir hann á ferðalagi hvort sem það er innanlands eða utan.

Farðu varlega í hlutina og ekki krefjast of mikils af honum strax því þá mun hann taka til fótanna.

 

Vatnsberi

jennifer-aniston

Sumarið fer allt í það að finna jafnvægi á milli þess að elska að vera ein og þess að langa til að vera í sambandi. Sá sem mun heilla þig verður að skilja þörf þína fyrir að vera ein og gefa þér nægilegt rými. Ef þú verður enn að leita í haust af herra fullkominn þá muntu hitta gaur með stóra drauma sem mun heilla þig uppúr skónum. Reyndu að vera með opinn huga og prófa nýja hluti í sumar.

Þú munt verða sterkust í ágúst og september og fólk mun dragast að þér.

 

Fiskur

rihanna-net-worth

Þú ert svo sannarlega eitt heitasta stjörnumerkið í ár svo ekki hræðast að fara á eftir því sem þig langar mest í. Tími og orka sem þú eyðir í fólk og hluti sem þú elskar mest mun svo sannarlega skila sér og þú munt skína skærast allra. Þú þarft á einhverjum traustum að halda þér við hlið og einhvern sem mun sýna þér skilning því þú ert svolítið sérstök, elsku Fiskur.

Þú munt sennilega hitta þann eina rétta í gegnum sameiginlega vini í sumar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!