KVENNABLAÐIÐ

Tískusýningum Victoria’s Secret hætt

Engir englar lengur: Tískusýningar undirfatafyrirtækisins Victoria’s Secret heyra nú sögunni til þar sem viðmið nútímakvenna eru orðin önnur. Hefur fyrirtækið orðið fyrir svo mikilli gagnrýni vegna staðalímynda um líkama og kyn – þannig ákveðið hefur verið að sýningin fari ekki fram í ár.

Auglýsing

Fyrirsæturnar sjálfar hafa oft gagrýnt fyrirtækið fyrir að sýna einhliða mynd af konum og líkömum og hefur sala á nærfötum aldrei verið minni hjá fyrirtækinu. 20 búðum var lokað árið 2018 og 53 í ár.

Auglýsing

Frá fyrirtækinu kom það svar aðspurð um af hverju trans fyrirsætur fengju ekki að taka þátt að „sýningin væri fantasía. Þetta er 42 mínútna skemmtun. Það er það sem það er.“

Margir urðu ævareiðir. Söngkonan Halsey, sem kom fram á einni sýningu sagðist „ekki hafa neina þolinmæði fyrir skort á fjölbreytni,“ og leikkonan Jameela Jamil kallaði fyrirtækið „transfóbískt, fitufóbískt fyrirtæki sem leitast við að útiloka sem flestar konur.“

Karlie Kloss, fyrrum VS engill, hefur einnig talað illa um fyrirtækið og sagði í viðtali við Vogue U.K. að hún hefði hætt að sýna fyrir fyrirtækið þar sem hún „vildi ekki senda slík skilaboð til ungra kvenna.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!