KVENNABLAÐIÐ

Bretadrottning horfði á tískusýningu með Önnu Wintour

Elísabet Bretadrottning hefur unun af tísku eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Fór hún í fyrsta sinn á tískusýningu London Fashion Week og sat við hlið ritstjóra Vogue, Önnu Wintour. Voru þær í fremstu röð, að sjálfsögðu, til að sjá ungan og upprennandi hönnuð sýna flíkur sínar. Drottningin var í bláum kjól alsettan kristöllum og án efa voru þær stöllur að skiptast á tískuráðum!

Auglýsing