KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle „full viðbjóðs“ vegna viðtalsins við Andrew prins

Viðtali BBC við Andrew prins varðandi tengsl hans við Jeffrey Epstein var lýst sem „lestarslysi“ vegna þess hve skelfilega illa hann kom út úr því. Var honum vísað úr Buckinghamhöll í framhaldinu.

Auglýsing

Meghan Markle, sem vinnur með góðgerðasamtökum sem styðja fórnarlömb kynferðisofbeldis, var virkilega brugðið þegar hinn 59 ára hertogi neitaði að hafa haft samfarir við fórnarlamb Epsteins, Virginia Roberts Giuffre, sagði heimildarmaður í viðtali við The Telegraph.

Markle leið „mjög óþægilega“ þegar Andrew sagðist myndu hafa munað ef hann hefði sofið hjá 17 ára stúlku því kynlíf – fyrir karlmann- er „jákvæð athöfn“ að sögn blaðsins sem ekki vitnar beint í heimildarmenn.

Auglýsing

Einnig var sagt að teymi Meghan hefði fengið hroll við þessar upplýsingar.

Í BBC viðtalinu spurði fréttakonan Emily Maitlis Andrew prins hvort hann hafi haft samfarir við Virginiu eða „einhverja aðra unga konu sem var seld mansali af Jeffrey Epstein,” en hann er ásakaður um að hafa stundað kynlíf með eða nauðgað Virginiu árið 2001 þegar hún var bara 17 ára.

Hann svaraði: „Nei, og án þess að lesa of mikið í það, ef þú ert karlmaður er það jákvæð athöfn að stunda kynlíf með einhverjum. Þú þarft að taka jákvæðan verknað og þannig ef þú reynir að gleyma því er það mjög erfitt að reyna að gleyma jákvæðri athöfn og ég man ekki neitt.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!