KVENNABLAÐIÐ

45% fólks skiptir ekki um nærbuxur daglega

Ný rannsókn sýnir að nær helmingur allra skiptir ekki um nærbuxur daglega – og margir eru í sömu nærbuxunum í heila viku.

Þetta kemur fram í rannsókn undirfataframleiðandans Tommy John í Bandaríkjunum. Um 45 prósent þátttakenda sögðust ekki skipta daglega um nærbuxur. Óþægileg staðreynd: Um 13% sögðust stundum vera í sömu nærbuxunum í heila viku.

Auglýsing

Karlmenn voru verri en kvenmenn, 1000 karlmenn voru 2,5 sinnum líklegri en konur að vera í sömu nærbuxunum í sjö daga eða lengur.

Rannsóknin sýndi einnig að fólk heldur ótrúlegri tryggð við nærfötin sín, 46% sagðist hafa átt sömu pörin í ár eða meira. 38% viðurkenndu að þeir hefðu átt sömu nærfötin svo lengi að þeir myndu ekki hvenær þau voru keypt.

Auglýsing

Mælt er með að fólk kaupi nýjar nærbuxur á sex-12 mánaða fresti. Ástæða þess er sú að í nærbuxur safnast bakteríur sem geta valdið sýkingum eða gert fólk viðkvæmara fyrir sýkingum.

Brjóstahaldarar: Um þá segir sérfræðingurinn Julia Mercer hjá Marks and Spencer’s að haldarinn passi alltaf best fyrsta árið.

Ætti fólk kannski að biðja um ný undirföt um jólin?

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!