KVENNABLAÐIÐ

Kendra Wilkinson einhleyp á ný

Fyrrum Playboy stúlkan og raunveruleikastjarnan Kendra Wilkinson er hætt með milljarðamæringnum Donald „DJ“ Friese en þau voru einungis að hittast í nokkra mánuði. Þau fóru saman í hrekkjavökupartý Paris Hilton þann 25. október og þau hættu víst saman daginn eftir en þau lentu í rifrildi: „Þau rifust alveg svakalega daginn eftir og hún hætti með honum,“ segir innanbúðarmaður við Radar.

Auglýsing

Kendra og DJ höfðu ekki verið mikið saman opinberlega en greinilega var eitt rifrildi nóg: „Kendra varð alveg brjáluð út í hann og hætti með honum.“

Auglýsing

Þau hafa meira segja hætt saman á Instagram sem táknar yfirleitt heilmikið í augum stjarnanna, sjá Miley og Liam. Kendra líkaði við póst frá 25. október þar sem hann „taggaði“ hana vegna hrekkjavökuteitisins:

Thank you @parishilton for hosting an amazing evening of Tricks and Treats 🎃🎉🥂 and inviting us into your beautiful home. Special credit to my photographer and host @kendrawilkinson,” skrifaði hann.

Þau sáust eitthvað saman í sumar, á búgarði föður hans, Donalds og í partýi í LA.

Donald hafði verið að setja daðurslegar athugasemdir við myndirnar hennar á Insta.

Þau eru bæði einstæðir foreldrar tveggja barna.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!