KVENNABLAÐIÐ

Jim Carrey einhleypur á ný

Innan við ári eftir að Ginger Gonzaga og Jim Carrey opinberuðu samband sitt er það búið, segir Us Weekly.

Auglýsing

Jim (57) og Ginger (35) léku saman í þáttunum „Kidding“ og tóku svo sambandið af skjánum inn í svefnherbergi. Þau sáust fyrst opinberlega saman á Golden Globe hátíðinni í janúar á þessu ári.

„Mér finnst ég mjög heppinn…“ sagði Jim. „Hún er ekki bara falleg heldur brjálæðislega hæfileikarík, æðisleg og klár,“ sagði hann á rauða dreglinum af því tilefni.

Auglýsing

Ginger vann einnig með Jim í þáttaröðinni „I’m Dying Up Here,” sem Jim framleiddi.

Jim var áður í sambandi með Cathriona White, sem lést vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja árið 2015.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!