KVENNABLAÐIÐ

Matthew McConaughey loksins kominn á Instagram!

Sumar stjörnurnar eru svolítið lengi að taka við sér, en aðeins nokkrum vikum eftir að Jennifer Aniston stofnaði síðu á samskiptamiðlinum Instagram ákvað leikarinn Matthew McConaughey að stofna einnig síðu á fimmtudagsafmælisdaginn sinn.

Auglýsing

„Þegar fólk kemur inn á síðuna mína, vil ég að það sjái mig,“ sagði hann í fyrsta póstinum sínum á mánudag. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég deili sjálfum mér og skoðunum mínum með heiminum og ég er dálítið stressaður vegna þess, því ég veit ég þarf að tala einræðu. Ég veit ekki með samtalið en ég er að læra að það þarf að hafa samræður til að eiga einræður og öfugt.“

Auglýsing

View this post on Instagram

officially mcconaughey

A post shared by Matthew McConaughey (@officiallymcconaughey) on

Matthew vonast til að deila bæði skemmtilegum, fyndnum og hjartnæmum hlutum með fólki…en aðallega bara hafa gaman af því.

Stjörnurnar fögnuðu þessu: „Vúhú!! Instagram var að verða miklu BETRA,“ skrifaði Reese Witherspoon.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!