KVENNABLAÐIÐ

Jamie Foxx ástfanginn af 26 ára fyrirsætu

Leikarinn Jamie Foxx, sem hætti í sex ára sambandi með Katie Holmes í maí, hefur nú verið á stefnumótum með hinni 26 ára Dana Caprio. Þau fóru út að borða á Mr. Chow í Beverly Hills á dögunum þar sem sjónarvottar sáu þau.

Auglýsing
View this post on Instagram

You make me wannnna ❤️❤️❤️❤️

A post shared by Dana Caprio (@danacaprio) on

Þau fóru einnig á hrekkjavökupall á næturklúbbnum Poppy fyrr í vikunni, þar sem Jamie setti inn myndband af þeim. Þau hlógu og grínuðust á leiðinni í klúbbinn en þar voru Snoop Dogg og Busta Rhymes að koma fram ásamt Jamie: „Jamie hefur verið mikill aðdáandi Dana í marga mánuði og þau hafa verið að hittast nokkuð oft upp á síðkastið. Hann hefur sagt henni að hann sé mjög hrifinn af henni og hún hefur verið að monta sig af honum á netinu.

Dana er á skrá hjá Wilhelmina Models í New York og er fitnessmódel og vinnur einnig sem gengilbeina.

Jamie hefur „lækað“ allar myndirnar hennar á Insta síðastliðna fjóra mánuði en þær eru flestar af henni á nærfötum eða bikini og setur hún ögrandi athugasemdir við þær.

Auglýsing

View this post on Instagram

My heart, my mind & my body say it. ❤️

A post shared by Dana Caprio (@danacaprio) on