Fyrrum „táningsbrúðurin“ Courtney Stodden var að flýta sér svo mjög að enda hjónabandið við Doug Hutchinson að hún gleymdi við undirritun pappíranna að skrifa dagsetninguna.
Þar af leiðandi hafnaði dómari að samþykkja pappírana og er hún því enn gift Doug.
Courtney giftist The Green Mile leikaranum þegar hún var aðeins 16 ára og hann 51 árs. Var hún þriðja eiginkona hans.
Árið 2012 komu hjónin fram í þætti á VH1 sem hét Couples Therapy. Sagði Courtney í þættinum að þau væru í hjónabandsráðgjöf vegna þessa gríðarlega aldursmuns.
Courtney missti fóstur árið 2016 og í kjölfarið hættu þau Doug saman. Ári seinna sótti hún um skilnað. Vinir hennar segja að áfallið við að missa barnið hafi verið henni ofviða: „Courtney drekkur allan daginn og vill bara djamma,“ sagði vinur hennar sex mánuðum eftir fósturlátið: „Hún er að átta sig á núna að hún vill lifa lífinu og henni finnst eins og Doug haldi henni í gíslingu“
Í nýlegu viðtali við Fox News segir Courtney að þau elski enn hvort annað en það sé best fyrir þau að vera aðskilin, en þau séu að taka ábyrgð og þá sérstaklega Doug sem giftist henni svo ungri: „Við samþykktum bæði þennan skilnað. Við sjáum til hvað gerist í framtíðinn. Við erum að reyna að komast í gegnum þetta á sem ástúðlegastan hátt.“