KVENNABLAÐIÐ

Ótrúleg minningarbrot Prince verða í nýrri bók um æsku tónlistarmannsins

Tónlistarmaðurinn Prince hafði hafið ævisagnaritun áður en hann dó ótímabærum dauða vegna ofnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja árið 2016.

Var hann byrjaður á að skrifa um æskuna sína og í þeim skrifum talaði hann um hana í smáatriðum en hún var ótrúlega sársaukafull.

Bókin The Beautiful Ones inniheldur handskrifaðar blaðsíður sem Prince skrifaði nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í eigin orðin lýsir söngvarinn baráttu sinni í æsku og kennir hann forvitnum huga um skelfilega krampa sem hófust þegar hann var aðeins þriggja ára: „Heilinn á mér hefur alltaf verið ofvirkur og ég fór að fá óminnisköst vegna ofhugsunar,” segir hann, en hann segist einnig hafa verið flogaveikur.

Prince segist hafa „starað á alla hlutina í húsinu” þar til heilinn á honum varð „grillaður.”

„Ég tapaði mér í hverjum einasta hlut.”

Auglýsing

Köstin létu hann sjá tákn. Prince segist hafa séð „engil” í einu af óminnisköstunum sem hann þjáðist af, en hann sagði honum að hann myndi ekki vera veikur lengur: „Ég fékk aldrei kast aftur.”

Þann 21. apríl 2016 fannst söngvarinn látinn árið 2016 á heimili sínu í Chanhassen, Minnesota – en hann kallaði húsið Paisley Park.

Dánarorsökin var of stór skammtur af fentanýli, sem er miklu sterkara en heróín.

Auglýsing

Árum áður, þegar Prince var ungur, dáði hann föður sinn sem einnig var tónlistarmaður. Inná heimilinu sjálfu varð hann vitni að líkamlegu og andlegu ofbeldi milli foreldra sinna: „Hljóðin í foreldrunum þínum þegar þau rífast eru kaldranaleg. Ef þetta verður líkamlegt er það sálardrepandi.“

Prince sagði að skilnaður foreldra hans hefði verið óvenjulegur og valdið honum miklum þjáningum. Hann játaði að móðir hans stormaði inn í herbergið hans og notað hann sem peð í rifrildum þeirra: „Hún var grátandi en náði að brosa og segja: „Segðu pabba þínum að vera góður við mig.” Hún notaði mig sem stuðara þannig hann myndi hætta að berjast við hana.”

Skilnaður foreldra hans hafði mikil áhrif á hvernig hann lifði lífinu og horfði á sín eigin sambönd. Það var ekki fyrr en eftir skilnaðinn að hann fór að kynnast föður sínum. Hann sagði að það hefði haft áhrif á að hann vildi ekki gefa hluta af hjarta sínu til neins.

Æviminningabókin The Beautiful Ones kemur í verslanir þann 29 október og inniheldur skrif, sjaldgæfar myndir og teikningar frá honum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!