KVENNABLAÐIÐ

Pantaði sér brúðarkjól á netinu og útkoman var sprenghlægileg

Auglýsing

Verðandi brúðurinn Meaghan Taylor var heldur betur glöð þegar hún sá fallegan brúðarkjól á viðráðanlegu verði í netverslun og skellti sér á hann.

Þegar kjólinn mætti í hús varð hún heldur betur fyrir vonbrigðum.

„Ég fékk smá áfall þegar kjólinn kom, hann var EKKERT eins og kjólinn á myndinni í vefversluninni. Ég var alveg miður mín en gat samt ekki annað en hlegið,“ segir Taylor.

„Ég bað um að fá endurgreitt og þeir sögðu mér að kjólinn þyrfti að vera í upprunalegum pakkingum, sem ég hafði hent. En ég hélt áfram og sagði þeim að brúðkaupið mitt væri ónýtt og þetta væri ekki kjólinn sem ég hefði haldið að ég væri að fá. Ég fékk að lokum peningana mína tilbaka.“

Taylor segist vera spennt að giftast unnusta sínum, Keith Reid, næsta sumar og hún geti vel séð fyndnu hliðarnar á þessum misheppnuðu kaupum.

Svona leit kjólinn út sem hún pantaði:

Screen Shot 2020-10-09 at 14.03.35

Og þetta er kjólinn sem hún fékk:

Screen Shot 2020-10-09 at 14.03.23

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!