KVENNABLAÐIÐ

Brooklyn Beckham ástfanginn af fyrirsætu sem vann sem tvífari móður hans

Sonur ofurparsins David Beckham og Victoriu Beckham er nú í sambandi með fyrirsætu sem, skemmtilegt nokk – vann einu sinni sem tvífari Victoriu fyrr á ferli hennar.

Auglýsing

Phoebe Torrance er 27 ára, Brooklyn er tvítugur. Nokkrir vinir hans hafa strítt honum á því að hún hafi unnið sem tvífari móður hans, en hann segir að ekkert „ödipískt“ sé við það (e. Oedipal).

Brooklyn og Victoria
Brooklyn og Victoria
Auglýsing

Phoebe hefur sagt vinum sínum að hún hafi unnið í nokkur skipti sem tvífari Victoriu sem hjálpaði henni við að greiða háskólagjöldin. „Hún hélt samt aldrei að hún myndi fá að hitta hana í eigin persónu,“ segir vinur hennar í viðtali við The Sun.

Brooklyn hefur verið ötull í að finna sér kærustur, helst meðal stjarnanna, og hætti með fyrrum kærustunni Hana Cross fyrir tveimur mánuðum síðan.