KVENNABLAÐIÐ

Victoria Beckham ræðir ástæðu þess hún brosir aldrei

Victoria Beckham hefur afrekað margt á sínum 45 árum. Hjónaband hennar og David Beckham er eitt langlífasta stjörnusambandið og nú á hún fatalínu sem telst dýr og flott. Eitt hefur hún líka alltaf haft og það er stúturinn á vörunum. Hún sagði í nýlegum viðtali við  Glamour U.K., að ðhún sé að reyna að breyta því: „Ég vil vera hreinskilin. Ég hef verið með varnirnar mínar uppi í fortíðinni. Til dæmis að brosa aldrei opinberlega. Það er minna af því núna.“

Auglýsing

Eitt af breytingunum sem hún finnur fyrir er sú að hún er að eldast: „Það er eitthvað mjög frelsandi við að fagna því hver ég er 45 ára gömul og elska það. Ég er sjálfsörugg, sátt.“ Þakkar Victoria nýjustu fegrunarlínunni sinni að hún áttaði sig á þessari hlið hlutanna: „Ég vil breiða út boðskapinn að allir ættu að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Passaðu upp á það sem þú hefur.“ Þetta segir hún því hún vill að fólk upplifi sátt – hvort sem fólk er með hrukkur eður ei – allt er í lagi og öllu ætti að fagna.

Auglýsing

Endurminningar eru um eitthvað sem hún hugsar um og sumt myndi hún ekki gera aftur. Til dæmis að vera með Burberry skýluklút. Þó hún sjái ekkert eftir því endilega: „Ég lít á allt sem hluti af hinu sama – ferðalaginu sem hefur fært mig á þann stað sem ég er í dag. Ég fæ ekkert áfall við að sjá gamlar myndir, í alvöru. Ég er mjög stolt af því sem við David höfum afrekað.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!