KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaður Elton John hóf ofdrykkju vegna ofálags í tengslum við frægð Eltons

David Furnish, eiginmaður súperstjörnunnar Elton John, þróaði með sér alvarlegt drykkjuvandamál sem endaði í meðferð, segir Elton í nýju bókinni sinni Me.

David, sem er kvikmyndagerðarmaður, leitaði sér hjálpar til að eiga við frægð eiginmannsins. Elton segir að hann hafi orðið þess var eftir að hann fann tómar vínflöskur á öllum heimilum þeirra um víða veröld.

Auglýsing

Hann fann stundum David þar sem hann hafði sofnað áfengisdauða við tölvuna sína.

„Ég hélt alltaf að David hefði orðið hluti af heimi Eltons Johns með ótrúlegri ró og öryggi, en það kom í ljós að líf okkar var allt annað en hann var vanur, og ég sá bara eins og lífið, en það gerði hann mjög kvíðnan,“ segir Elton.

„Honum líkaði ekki að vera myndaður í tíma og ótíma, að verða fyrir gagnrýni fjölmiðla eða að tala á viðburðum,“ segir hann ennfremur.

David var einnig mjög einmana þegar Elton var á tónleikaferðalögum.

Auglýsing

Elton og David voru skráðir í sambúð árið 2005 og skiptust á heitum árið 2014 þegar hjónaband samkynhneigðra var löglegt í Englandi.

Fjórum árum eftir að þeir ættleiddu synina Elijah og Zachary hélt Elton að fíkn Davids myndi gera út um hjónabandið: „Þetta var alvarlegt. Árið var 2014 og við vorum í Los Angeles, tveir dagar í tónleikaferðalag um Bandaríkin…David var mjög dapur og vildi að ég yrði auka nótt hjá honum. Ég sagði nei. Við rifumst mjög, ég fór samt,“ skrifar Elton.

„Næsta morgun hringdi David í mig og við áttum rifrildi sem lét rifrildið daginn áður líta út fyrir að vera lítinn ágreining um hvað ætti að hafa í matinn; þetta var af þeirri tegund þegar þú kemur grátbólginn úr símanum og hlutir eru sagðir sem láta þig hugsa hvort í næsta skipti sem þið eigið samskipti verður það í gegnum lögfræðinga.“

Í næsta sinn sem þeir töluðu saman hafði David tékkað sig inn á meðferðarstöð í Malibu.

Þegar hann kom út varð hann félagi hans á AA fundum. Þeir höfðu verið saman frá því Elton hafði verið edrú í þrjú ár.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!