KVENNABLAÐIÐ

Miley þreifar á djásnum Cody á nýrri mynd

Miley Cyrus og Cody Simpson geta ekki hætt að sýna hversu sjóðheitu kynlífi þau lifa en í nýjustu myndinni sem Cody setti á Instagram setur Miley hönd sína niður í buxurnar hans.

Auglýsing

Cody póstaði þremur myndum af sjálfum sér berum að ofan…enda þarf hann ekkert að fela. Ef myndunum er flett sést á síðustu myndinni hvar Miley læðir hönd sinni niður að djásnunum.


View this post on Instagram

papillon

A post shared by Cody Simpson (@codysimpson) on

Miley skrifar við myndina: „Need. Oxygen. Can’t. Breathe. I. Stand. For. Ever. Ship,” með allskonar „emojium.“

Auglýsing

Cody hefur einnig sett á Instagramsöguna sína að það sé „flutningsdagur“ sem aðdáendur telja að þýði að hann sé að flytja inn til Mileyar eftir að hafa verið að hittast í einungis örfáar vikur.

Þau setja afar margar myndir og athugasemdir hjá hvort öðru til að láta alla vita hvað sé í gangi.

Miley er, eins og kunnugt er, að jafna sig eftir skilnaðinn við Liam Hemsworth. Liam er farinn að hitta Dynasty leikkonuna Maddison Brown, en hann er ekki jafn kræfur og hún á samfélagsmiðlum…

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!