KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum elskhugi Ozzy Osbourne opnar sig

Hjákona Ozzy Osbourne, Michelle Pugh, hefur nú tjáð sig um framhjáhaldið sem leiddi til mikils þunglyndis hjá henni.

Auglýsing

Hárgreiðslumeistarinn Michelle setti póst á Instagram með mynd sem kom upp á yfirborðið fyrir þremur árum, en þá ætluðu Sharon og Ozzy að skilja eftir að Ozzy hafði verið að halda framhjá Sharon með Michelle. Michelle sagði: „Síðustu þrjú ár hafa verið hver ósköpin á fætur öðrum.“

Framhjáhaldið hófst árið 2011 þegar hún litaði hárið á honum hárið, en hætti þegar Sharon (67) komst að hinu sanna. „Símanúmerið hans breyttist á 30-60 daga fresti. Hann er undir hælnum á Sharon.“

Auglýsing

Eftir að Ozzy og Michelle hættu að hittast og allt fór í fjölmiðla varð hún afar þunglynd. „Ferill hennar fór niður á við. Hún gat ekki einu sinni tekið við nýjum viðskiptavinum,“ segir innanbúðarmaður.

Samkvæmt pósti Michelle „þyngdist hún um 15 kíló…hætti í tveimur vinnum“ og „leitaði að ástinni á öllum röngum stöðum.“

Michelle segist nú vera komin upp úr holunni og segir: „Til hataranna, farið og F-ið ykkur. Ég er hér og ég er að vera ég.“

Osbourne hjónin hafa ekki viljað segja neitt um þennan póst.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!