KVENNABLAÐIÐ

Tiger Woods ætlar sjálfur að segja frá hneykslunum sínum í nýrri æviminningabók

Eftir margra ára skandalahrinu ætlar kylfingurinn Tiger Woods að gefa út æviminningabók, en það virðist vera í tísku hjá stjörnunum þessa dagana.

Tiger gaf út yfirlýsingu vegna bókarinnar sem ku heita einfaldlega Back.

Auglýsing

„Ég hef verið í sviðsljósinu í langan tíma og vegna þess hafa verið skrifaðar greinar, bækur og búnir til sjónvarpsþættir um mig, mestmegnis vitleysa, rangindi og tilgátur. Þessi bók er hin sanna saga,“ sagði golfarinn þann 15. október á Twitter.

Bókin verður gefin út hjá HarperCollins og mun að öllum líkindum innihalda öll safaríku hneykslin úr fortíðinn.

Segir á vefsíðu útgefanda að komandi bók muni vera „opinská og áleitin“ og fjalla um ævi golfarans og ris hans til frægðar, meiðsli, einkamál og endurkomu hans 43 ára.

Auglýsing

Tiger varð frægur árið 1997 þegar hann vann sitt fyrsta Masters mót. Næsta áratuginn var hann á flugi en árið 2009 var framhjáhaldsskandallinn honum að falli. Tiger var giftur Elin Nordegren og setti hún fram sönnunargögn um ótal framhjáhaldsatriði, með kærustum, þjónustustúlkum, klámstjörnum og fleirum. Þau höfðu þá verið nýbúin að eignast sitt annað barn.

Tiger baðst afsökunar og fór í meðferð við kynlífsfíkn en það var ekki nóg. Elin skildi við hann og sponsorar á borð við Gatorade, Gilette og Accenture hættu að borga undir hann.

Árið 2017 var hann handtekinn undir áhrifum en lögreglan fann hann undir stýri, sofandi. Hann var með svefntöflur, verkjatöflur og THC í blóðinu. Hann var í ár á skilorði og þurfti að greiða sekt, fara í meðferð og fékk 20 klukkustundir í samfélagsþjónustu.

Árið 2019 var þó það besta í mörg ár. Tiger vann Masters mótið í apríl, hið fyrsta í 11 ár.

Hann og kærastan Erica Herman, sem er hans aðal-umboðsmaður hans eru mjög náin og gengur þeim vel í dag.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!