KVENNABLAÐIÐ

Aðeins tveir mættu í afmæli fimm ára einhverfrar stúlku en þá kom Facebook til bjargar

Faðir einhverfrar stúlku segist hafa verið „ofurliði borinn“ eftir að hann póstaði skilaboðum á Facebook þegar aðeins tveir mættu í fimm ára afmæli dóttur hans. Remi er fimm ára og var afar döpur þegar aðeins tveir gestir mættu í afmælið hennar sem var haldið í Eden skemmtigarðinum í Wales, Bretlandi. Hún spurði: „Hvar eru allir vinir mínir?“

remi2

Auglýsing

Faðir hennar, PJ Robins, sagði í viðtali við Wales Online : „Við ætluðum að halda afmæli fyrir Remi en ekki bjóða mörgum, kannski tíu.“ Tveir gestanna afbókuðu vegna veikinda en hinir létu ekki vita: „Það var í raun mjög dapurt að enginn lét okkur vita. Það er eitt við fólk sem er á einhverfurófi að breytingar á síðustu stundu eru þeim afar erfiðar. Það er raunin með Remi. Við höfðum látið hana vita að afmælinu og við höfðum boðið vinum hennar þannig hún bjóst við þeim. Svo á einum tímapunkti sneri hún sér við og sagði: „Mamma, hvar eru allir vinir mínir?“ og það var eins og að fá rýting í hjartastað.“

Auglýsing

Faðir Remiar póstaði þá á nágrannagrúppu og bað fólk um að kíkja við. Í póstinum stóð: „Vinsamlegast, ef einhver á lausa stund og á barn á aldur við dóttur mína – mynduð þið vilja hjálpa okkur að gera afmælið að gleðilegum degi fyrir hana? Við ætlumst ekki til neins, ekki kortum eða gjöfum, það er búið að borga allt og nóg af mat, við viljum bara fá einhver börn til að hjálpa okkur að fagna.“

remi3

Viðtökurnar voru dásamlegar – um 14 börn og foreldrar mættu og voru í afmælinu og margir aðrir komu við til að óska Remi til hamingju með afmælið eftir að hafa séð póstinn. Póstinum var deilt meira en 1000 sinnum.

„Remi varð dálítið ringluð, ef ég á að vera heiðarlegur,“ segir PJ. „Hún var með tveimur vinum sínum þarna og allt í einu var fullt af fólki að óska henni til hamingju. Hún horfði bara í kringum sig og hugsaði „hvað?“

„Við erum enn að fá skilaboð frá fólki sem vill senda henni gjafir eða kort, eða koma og hitta okkur. Margir hafa sagt okkur sögur af sínum börnum á einhverfurófi og boðið stuðning, spjall eða að hittast með krakkana. Þetta var alveg magnað og við þökkum öllum sem sýndu okkur áhuga mjög vel fyrir.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!