KVENNABLAÐIÐ

Ozzy Osbourne segist „ekki vera að deyja“

Rokkarinn Ozzy Osbourne er orðinn sjötugur en hann hafði skipulagt tónleikaferðalag sem hann þurfti að fresta vegna slæmra hálsmeiðsla.

„Eins og þið vitið eða vitið ekki datt ég illa í byrjun árs,“ sagði hann í tvíti fimmtudaginn 10. október. „Ég skemmdi alla hryggjarliðina í hálsinum og þurfti að fara í aðgerð. Þannig nú er ég með fleiri skrúfur og bolta í hálsinum en bíllinn minn. Ég er ekki að deyja. Mér er að batna. Þetta tekur bara lengri tíma en allir héldu.“

Ozzy segist hlakka til að stíga á svið: „Mér drulluleiðist. Ég er fastur í f-ing rúminu allan daginn. Ég get ekki beðið eftir að standa upp af rassinum og komast af stað en þið verðið bara að vera aðeins þolinmóðari. Ég frestaði Evróputúrnum mínum því ég er ekki tilbúinn. Ég er ekki að fara á eftirlaun. Þarf enn að skemmta fólki. Þegar ég kem til baka til Bandaríkjanna vil ég vera 100% tilbúinn að koma og koma ykkur úr jafnvægi.“

Hann bætti einnig við að það væri ný plata á leiðinni og þakkaði öllum fyrir skilninginn og stuðninginn: „Ég þakka ykkur fyrir þolinmæðina og stuðninginn, ég elska ykkur. Getið þið nú fokkað ykkur og leyft mér að batna.“

Þetta eru erfiðir tímar fyrir Ozzy. Fyrir fallið í janúar hafði hann þurft að fresta öllum tónleikum vegna sýkingar í hendi. Fyrir það fékk hann svæsna flensu sem endaði með lungnabólgu og þurfti hann sjúkrahúsvist.

Hann ætlar samt að túra árið 2020 og allir tónleikar hafa fengið nýja dagsetningu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!