KVENNABLAÐIÐ

Elton John aflýsir öllum tónleikum vegna „alvarlegra veikinda“

Aðáendur Elton John kunna að þurfa að bíða í þó nokkurn tíma eftir að sjá átrúnaðargoðið sitt, en aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að stíga á svið í Indianaríki, Bandaríkjunum þann 26. október var tilkynnt um að sönvarinn ætlaði að aflýsa öllum tónleikum úr Farewell Yellow Brick Road tónleikaferðinni.

Auglýsing

„Mér tekur það afar þungt en ég neyðist til að færa ykkur þær fréttir að ég er alvarlega veikur og þessvegna ófær um að koma fram á tónleikunum í Bankers Life Fieldhouse í kvöld,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Ég hreinlega þoli ekki að bregðast aðdáendum mínum en ég skulda ykkur að gefa ykkur besta show-ið en það er bara ekki mögulegt.“

Auglýsing

Samkvæmt póstinum mun hann hefja túrinn að nýju í mars 2020. Elton segir: „Ég lofa að ég muni gefa ykkur þá tónleika sem þið verðskuldið. Innilegar þakkir fyrir stuðninginn og skilninginn.“

Elton sem er orðinn 72 ára hefur stundum þurft að aflýsa tónleikum. Í apríl árið 2017 sagðist hann ætla fljótlega á eftirlaun eftir að hafa fengið alvarlega og „óvenjulega“ bakteríusýkingu og lá hann í nokkra daga á spítala.

Minna en ári seinna tilkynnti hann um Farewell tónleikaferðalagið, og sagðist vera orðinn hressari.

Tengdamóðir Eltons, Gladys Furnish, lést fimmtudaginn 24. október síðastliðinn. Ekki er vitað hvort veikindin sem hann talar um tengist því sorglega atviki eitthvað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!