KVENNABLAÐIÐ

Myrti 93 konur og er því stórtækasti fjöldamorðingi Bandaríkjanna samkvæmt FBI

Fanginn Samuel Little hefur játað að hafa myrt fleiri en 90 konur um gervöll Bandaríkin á árunum 1970-2005. Það gerir hann að afkastamesta fjöldamorðingja í sögu landsins, segir FBI (Federal Bureau of Investigation, bandaríska alríkislögreglan).

Auglýsing

Samuel Littlehefur setið bak við lás og slá síðan árið 2012. Sagði hann við rannsakendur í fyrra, árið 2018, að hann væri ábyrgur fyrir meira en 90 morðum og hefur fengið staðfest að sönnunargögnin eiga við að minnsta kosti 50 af málunum.

Rannsakendur upplýstu um smáatriði og uppljóstrun fimm mála í Flórída-, Arkansas-, Kentucky-, Nevada- og Louisianaríki.

Samuel Little við dóm í fyrra, árið 2018
Samuel Little við dóm í fyrra, árið 2018

Little er nú 79 ára gamall og situr af sér margfaldan lífstíðardóm í Kaliforníuríki. Hann kyrkti 93 fórnarlamba sinna, flestöll voru konur.

Auglýsing

Sum fórnarlambanna voru á jaðri samfélagsins. Mörg morðanna voru talin ofskömmtun eiturlyfja eða slys eða dauði af ókunnum orsökum. Sum líkanna fundust aldrei.

FBI lét fjölmiðlum í té teikningar af sumum fórnarlömbunum sem Little teiknaði sjálfur í fangelsinu. Þetta eru afar óhugnanlegar teikningar, flestar af þeldökkum konum.

Einnig voru viðtöl við Little gerð opinber. Lýsir hann því þegar hann kyrkti konu árið 1993 og hvernig hann rúllaði henni niður brekku á yfirgefnum vegi: „Ég heyrði hljóðið sem þýddi að hún var enn að rúlla niður,” segir hann í einu myndbandi.

Myndir af fórnarlömbunum sem hann teiknaði þegar hann var kominn bak við lás og slá
Myndir af fórnarlömbunum sem hann teiknaði þegar hann var kominn bak við lás og slá

Í öðru myndbandi lýsti hann fórnarlambi í New Orleans. „Hún var falleg. Með ljósa húð, hunangslitaða. Hún var hávaxin fyrir konu. Fallegur vöxtur. Og vinaleg.”

Þetta var árið 1982 og þau hittust á skemmtistað. Hún fór með honum í bílnum og þau lögðu við flóa: „Þetta var sú eina sem ég myrti með drukknun.”

Rannsakendur í Bandaríkjunum eru enn að reyna að staðfesta játningarnar með líkamsleifum og gömlum málum frá síðastliðnum áratugum. Í ágúst játaði Little að hafa myrt fjórar konur í Ohioríki. Hann var dæmdur í Kaliforníuríki vegna þriggja morða árið 2013 og svo játaði hann annað morð í Texasríki.

Heimild: The Guardian