KVENNABLAÐIÐ

Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá Kylie Jenner

Aðdáendur geta ekki beðið eftir að fá að vita ástæðu þess að Travis Scott og Kylie Jenner hættu saman. Engin yfirlýsing þess efnis hefur borist frá parinu.

Auglýsing

Sögusagnir segja Travis hafa verið með konu sem svipaði mjög til Kyliear en hann fór á Instagram til að leiðrétta þann misskilning og segir þetta vera rangar fregnir:

„Það hefur mikil áhrif á mig að sjá ranga hluti um mig, þessar lygasögur um mig að halda framhjá eru einfaldlega ekki sannar. Ég er að einbeita mér að lífinu, tónlistinni og fjölskyldunni, það er raunverulegt.“

Auglýsing

Travis var að gefa út nýtt lag, „Highest In The Room,” og telja aðdáendur að hann sé að senda dulin skilaboð varðandi erfitt samband þeirra Kylie.

Fyrst átti lagið að vera fyrir snyrtivörur Kyliear KYBROWS í apríl. Nú, nokkrum mánuðum seinna eru þau hætt saman. Þau eiga dótturina Stormi Webster saman sem er eins árs.

Kylie og Travis hittust fyrst á Coachella tónlistarhátíðinni og urðu óaðskiljanlega. Þau fengu sér strax tattoo með fiðrildum og í febrúar 2018 áttu þau Stormi.

Þau voru alltaf mjög ástúðleg við hvort annað á samfélagsmiðlum og héldu allir að þau myndu enda saman. Sá draumur er nú úti…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!