KVENNABLAÐIÐ

Hætti í framhaldsskóla til að hjálpa mömmu sinni að borga leiguna

Kristjana Elínborg Óskarsdóttir er á örorkubótum og segir ástandið í Kópavogsbæ vera skelfilegt því 200 fjölskyldur séu á biðlista eftir húsnæði.

Auglýsing

Gefum henni orðið:

Ég er öryrki með 215.000 krónur að meðaltali á mánuði. Ég er að borga 235.000 krónur í leigu á mánuði og dóttir mín hjálpar mér að borga hana. Hún hætti í framhaldsskóla til að borga leigu með mér. Þetta er ekki í lagi.

Auglýsing

Ég er á biðlista hjá Kópavogsbæ eftir félagslegu húsnæði. Ég mun þurfa að bíða í þrjú ár. Verður stelpan mín þá búin að gefast upp á áframhaldandi námi? Verður hún að lifa á lágum launum því ég varð veik og er öryrki á Íslandi? Kópavogsbær og fólkið sem sér um húsnæðismálin má alveg skammast sín. Sem og ríkisstjórnin. Ekki fara skattpeningarnir okkar í að hjálpa fólkinu í landinu nema síður sé.

Mig vantar íbúð á viðráðanlegu verði. Dóttir mín þarf að mennta sig til að geta borgað sitt húsnæði í framtíðinni. Það eru 200 fjölskyldur á biðlista Kópavogsbæjar eftir húsnæði. 200!!!! Og þá erum við bara að tala um eitt bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu.

Elsku vinir og fjölskylda, við verðum að uppræta þetta ófremdarástand. Hjálpið mér með því að deila þessu, skrifa valdhöfum bréf, diskútera við vini og hjálpast að með því að hvetja valdhafa í breytingar til hins betra. Þau ríki verða ríkari og fátækir fátækari. Bilið breikkar hratt. Breytum þessu!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!