KVENNABLAÐIÐ

8 merki þess að starfið getið verið skaðlegt andlegri heilsu!

Flestir eru ekki alltaf ánægðir í starfi- það eru alltaf einhverjir þættir starfsins sem taka sinn toll. Hvernig veistu hvenær starfið er ekki bara stressandi heldur er það beinlínis eitrað og farið að draga lífsorkuna úr þér?

Störf geta verið eitruð af mörgum ástæðum – þau geta farið yfir stress þröskuldinn okkar eða grútleiðinleg. Það gæti verið viðskiptavinur sem gerir starfið eitrað, eins og á krefjandi veitingastöðum, eða kannski er það yfirmaður eða vinnufélagi. Sumir hafa upplifað eituráhrif frá yfirgangssömum yfirmanni sem er stöðugt gagnrýnandi (margir enda með að vinna sjálfstætt til að losna við þannig yfirmenn).

Hér er mikilvægt að greina á milli starfs sem er eitrað og að einhver sé útbrunninn. Þegar einhver brennur út, nær hann ekki að hlaða sig nægilega til að takast á við álagið í starfi og brennur smá saman út. Með fullnægjandi hvíld og ef til vill annarri nálgun á störf okkar, getum við jafnað okkur eftir að hafa brunnið út og náð okkur að fullu, á sama stað. En ef starfið er í raun og veru eitrað mun engin hvíld eða tími frá starfi gera það bærilegt í langan tíma, þegar þú kemur til baka.

Auglýsing

Ef þú ert virkilega óánægð/ur í vinnunni skaltu leita að eftirfarandi einkennum, hvort starfið sé andlegri heilsu þinni eitur.

  1. Það er erfitt að finna jákvæðar tilfinningar í vinnunni. Þú upplifir mikla gleði og vellíðan í burtu frá vinnu, en þessi gleðitilfinning er hvergi þegar inn á vinnustaðinn er komið. Í staðinn ertu alltaf órólegur, á nálum eða bara tilfinningalega úrvinda. Kannski segja starfsfélagarnir þér að „hressa þig við“ en þér tekst einungis að þvinga hálft bros.
  1. Það tekur alla helgina að jafna sig eftir vinnuvikuna. Andlegri heilsu þinni hrakar þegar líður á vikuna. Á þriðjudegi ertu þreytt/ur og getur ekki ímyndað þér hvernig þú heldur það út þangað til á föstudaginn. Þegar helgin loksins kemur hlakkar þig varla til, þar sem þú ert svo úrvinda. Þegar þú loksins byrjar að jafna þig, er aftur kominn tími til að fara í vinnuna.
  1. Þú ert stressuð/aður og pirruð/aður á sunnudagskvöldinu. Á föstudags- og laugardagskvöldum geturðu sett vinnunina til hliðar en á sunnudögum geturðu ekki lengur neitað því, að það er komið að því að fara aftur til vinnu. Þú átt erfitt með að eiga samskipti við fólkið í kringum þig og þú nýtur ekki síðasta dags helgarinnar.
  1. Þú sérð fyrir þér endalok starfsloka – sem gæti verið óralangt í fjarlægð. Gleymdu helginni – þig dreymir um varanlegt hlé frá vinnu. Þú gætir jafnvel byrjað að skipuleggja starfslok þín eða hugsað um leiðir til að verða ríkur svo þú þurfir ekki lengur að vinna.
  1. Svefninn er miklu verri á virkum dögum. Eitrað starf getur bókstaflega rofið svefninn alveg. Sumir finna fyrir áhrifum svefnleysis á vinnudögum (venjulega mánudags til föstudags) en aðrir geta tekið eftir því í aðdraganda vinnuvikunnar (frá sunnudegi til fimmtudags).
  1. Þú veikist oft líkamlega. Óteljandi rannsóknir hafa sýnt áhrif langvarandi streitu á ónæmiskerfið. Ef þú finnur fyrir eituráhrifum af eitruðu vinnuumhverfi finnur þú áhrifin ekki aðeins á huga og anda, heldur líka á líkamann. Þú virðist grípa hverja flennsuna á fætur annarri og tekur lengri tíma að jafna þig en varst áður.
  1. Þú tekur mikið af frídögum. Jafnvel þegar þú ert ekki líkamlega veik/ur gætirðu valið að vera heima eins oft og mögulegt er. Suma daga vaknar þú og hugmyndin um að fara til vinnu virðist bara óhugsandi. Kannski nærðu að klæða þig og borða morgunmat, en tilhugsunin um að keyra í vinnuna virðist óhugsandi. Ég vinn bara aftur heiman frá mér, segirðu sjálfum þér.
  1. Þér líkar ekki við manneskjuna sem þú ert orðin í vinnunni. Ef til vill er það einkenni þess að starfið sé eitrað og að það breyti þér á þann hátt sem þér líkar ekki. Þú gætir dregið þig til baka, verið bitur, sjálfmiðuð(aður), tortryggin(n) og kaldhæðin(n). Þetta gæti jafnvel haft áhrif heimafyrir eða með fjölskyldunni, sem er verst.
Auglýsing

Ef sum þessara einkenna eiga við hjá þér skaltu hugsa vandlega um framtíð þína í starfinu. Er einhver leið til að breyta starfinu svo það sé minna eitrað? Eða gæti verið kominn tími á aðra vinnu? Ræddu þessar hugmyndir við einhvern sem þú elskar og treystir og vertu varkár með hvern þú nálgast með þetta, sérstaklega þá sem eiga hlut í ákvörðuninni. Til dæmis er líklegt að vinnufélagi sem vill ekki að þú farir muni gefa þér ráð samkvæmt því.

Að lokum, er mikilvægt að hafa í huga að fullkomlega aðgengilegur og fallegur vinnustaður gæti verið eitraður fyrir þig ef þú átt ekki heima þar. Til dæmis, ef núverandi starf gefur þér ekki kost á að nýta sköpunargáfuna, eða þú ert frumkvöðull í hjarta þínu og finnur 9 til 5 starf þitt drepleiðinlegt. Sama hversu ánægjulegir vinnufélagar eru eða hversu jákvætt vinnuumhverfið kann að vera, mun starfið ekki vera hollt fyrir þig ef það passar ekki þínum persónuleika.

Svo skoðaðu vel hvernig þú bregst við vinnustaðnum, jafnvel þó þú skiljir ekki af hverju þú ert svo óánægð(ur) þar. Hugur þinn, líkami og andi veitir þér dýrmætar upplýsingar sem best er að hunsa ekki.

Grein eftir Seth J. Gillihan, PhD, sálfræðing.

Úr WebMD

Læknateymi WebMD vinnur náið með teymi yfir 100 lækna og heilsusérfræðinga á fjölmörgum sérsviðum til að tryggja að innihald WebMD sé uppfært

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!