KVENNABLAÐIÐ

Nauðlenda þurfti flugvél þar sem kona festist inni á salerni vélarinnar

Flugvél United Airlines var neydd til að lenda þar sem kona festist inni á salerni vélarinnar og komst ekki út. Flug 1554 var hálfnað á leið sinni frá Washington DC til San Fransisco í Bandaríkjunum þar sem dyr salernisins var föst. Margir reyndu að opna hurðina en ekkert gekk.

Auglýsing

Í myndskeiði má sjá vingjarnlegan mann reyna að róa konuna og segja henni að henni verði fljótt bjargað. Það var þó ekki raunin þar sem ekki var hægt að opna meðan vélin var í loftinu.

Auglýsing

Flutgstjórinn lenti í Denver þar sem slökkviliðið var kallað út til að hleypa konugreyinu út. Farþegi um borð í vélinni skrifaði á Twitter: „Fimm stórir Denver slökkviliðsmenn náðu loksins konunni út. Allir í flugvélinni klöppuðu. Konan virðist vera í áfalli.“

Flugfélagið bað farþegana afsökunar en flytja þurfti alla í aðrar flugvélar: „Við biðjum alla farþega og sérstaklega þann sem var á salerninu afsökunar,“ sagði talsmaður þess í viðtali við NBC News.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!