KVENNABLAÐIÐ

Hætti í vinnunni til að hugsa um eiginmanninn því „karlmenn eiga vera dekraðir af konum sínum”

Katrina Holte vaknar á hverjum morgni klukkan 6:30 til að taka til fötin sem eiginmaðurinn á að vera í þann daginn. Svo fer hún á neðri hæðina í eldhúsið, eldar morgunverð og smyr nesti handa honum sem hann getur tekið með á skrifstofuna.

Svo eyðir Katrina deginum í að þrífa, þvo þvott og strauja áður en hún fer að undirbúa kvöldmatinn sem er alltaf eldaður frá grunni og á borðinu á hárréttum tíma.

Venjulegur dagur er því afar ólíkur þeim sem hún átti fyrir ári síðan en þá hætti hún í vinnunni til að verða „eiginkona sjötta áratugarins” fyrir eiginmanninn.

Lars og Katrina á brúðkaupsdaginn
Lars og Katrina á brúðkaupsdaginn

Maðurinn hennar heitir Lars og er 28 ára verkfræðingur en Katrina er þrítug. Hún vann áður í launadeild fyrirtækis áður en hún hætti alfarið í vinnunni til að sinna eiginmanninum. Heillast hún af tímabili sjötta áratugarins áður en konur fóru að krefjast réttar síns og í raun og veru var hún dauðþreytt á stressinu í vinnunni: „Mér finnst ég vera að lifa núna eins og mig hefur alltaf langað til. Þetta er draumalífið og eiginmaðurinn deilir sömu sýn. Þetta er mikil vinna. Ég þríf ótal diska, þvott og strauja mikið en ég elska það. Það hjálpar mér að hugsa óaðfinnanlega um eiginmanninn og það gerir mig ánægða. Hann er mjög þakklátur fyrir allt sem ég geri. Hann ólst upp við að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin þannig hann er ekki stjórnsamur á neinn hátt. Hann er blíðasta mannvera sem ég hef hitt. Ef ég myndi, guð forði mér frá því, hafa matinn of seint á borðinu myndi hann ekki gera neitt í því, en ég veit að það skiptir honum miklu að hann sé á réttum tíma.”

Auglýsing
Hefðbundinn kvöldverður
Hefðbundinn kvöldverður

„Hann lítur út fyrir að vera þreyttur þegar hann kemur úr vinnunni þannig þegar lagt er á borð fallega og kveikt er á kertunum slakar hann á. Hann hlakkar til kvöldsins. Ég held að eiginmenn þurfi þess að eiginkonurnar dekri þá.”

Katrina tekur sjálfsskipað hlutverk sitt mjög alvarlega og klæðist eingöngu kjólum í stíl sjötta áratugarins sem hún saumar sjálf. Hún segir: „Mér finnst ég fædd á röngum áratug, sérstaklega þegar ég horfi til þess hvað er í gangi í heiminum núna. Mér finnst ég eiga heima á notalegri, meira gamaldags tíma. Ég veit að allt gerist af ástæðu og það er guðs vilji að ég er hér núna. Ég vil hafa gamaldags gildi, mér líkar vel að vera húsmóðir og hugsa um eiginmanninn, næra hann og hafa húsið í fullkomnu standi þannig allir eru rólegir.”

Auglýsing

Eins og áður sagði hefst dagurinn 6:30 þar sem Katrina tekur til föt eiginmannsins, býr til morgunverð og smyr nesti. Eftir að hún hefur sjálf snætt morgunmat gerir hún gamaldags æfingar í 10-15 mínútur: „Æfingar á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum voru mun mildari en í dag. Það var upphitun, teygjur og allt annað en í dag þar sem fólk þrýstir á líkamann að gera eins mikið og hægt er. Þetta heldur mér í formi svo ég passi í kjólana mína. Eftir æfingarnar fer ég í sturtu og set á mig farða. Ég nota bara vörur sem til voru þá, s.s. Pond’s cold cream og rauðan Revlon varalit. Ég teikna á mig augabrúnir og set alvöru rúllur í hárið. Ég fer alltaf í kjóla sem ég hef saumað og ég vel mynstrin vandlega. Mér líður best í kjólunum mínum, ég verð bara svo glöð að klæðast þeim.”

hæ1

Katrina eyðir svo rúmum klukkutíma í heimilisverk „til að allt sé hreint og fínt. Ég passa að allt sé á sínum stað.” Katrina er líka saumakona og selur kjóla á netinu.

Katrina byrjar að elda um 16-17 til að allt sé tilbúið fyrir Lars þegar hann kemur heim: „Ég elda bara uppskriftir frá þessum tíma, pottsteikur eða kjúklingabökur og ég passa alltaf að það sé grænmeti með. Á sjötta áratugnum pössuðu húsmæður uppá að allar fæðutegundir voru á borðum. Þegar Lars kemur heim vill hann sjálfur hengja upp kápuna sína, sem mér finnst allt í lagi. Ég las í bók að sumir karlmenn vildu það sjálfir og mér finnst það ekki gera mig að slæmri eiginkonu. Ég gef honum vatnsglas og ef maturinn er ekki alveg til fær hann snarl, s.s. osta, þurrkaða ávesti eða hnetur. Eftir matinn spilum við Scrabble eða horfum á gamla þætti á borð við I Love Lucy eða The Donna Reed Show. Stundum lesum við.”

kat22

Katrina sniðgengur nútímatónlist og sjónvarp og hlustar á Frank Sinatra eða Doris Day af plötuspilara, að sjálfsögðu. Þegar sjónvarpið er ekki í notkun er það falið til að eyðileggja ekki „lúkkið á stofunni.”

Katrina heldur því fram að lífsstíllinn sé algerlega hennar val og komi eiginmanninum ekkert við: „Hann myndi aldrei búast við eða ætlast til þess af mér. Þetta var mín hugmynd frá grunni. Mig hefur dreymt þetta síðan ég var lítil stúlka. Í raun er Lars að þjóna mér, því hann þénar meira og ég geri þetta í staðinn. Hann vinnur mikið til að láta drauma mína rætast og ég vil það líka. Þetta er jafnréttissamband. Ég segi það sem mér finnst og ég er ekki kúguð kona.”

Katrina segir að konur á sjötta áratugnum hafi ekki verið í þrælkun heldur hafi hugsað sjálfstætt: „30% giftra kvenna unnu úti. Þær voru ekki hlekkjaðar við eldhúsvaskinn og gerðu það sem þær vildu. Ég held að við konur ættum að styðja hvor aðra. Ef einhver vill vera húsmóðir eigum við ekki að dæma hana. Það sem er rétt fyrir mig er ekki rétt fyrir einhvern annan. Við eigum að fá að gera það sem er rétt fyrir okkur.”

Stofan
Stofan

Katrina hitti Lars á dansleik og segir að það sé akkúrat þannig sem hún hefði viljað hitta eiginmanninn, það sé alveg í takt við lífsstílinn.

Sjötti áratugurinn var ekki fullkominn, en gildin heilla Katrinu: „Gullna reglan var að gera fólki það sem þú vildir að það gerði þér. Enginn áratugur er fullkominn, það var fullt af vandamálum þarna en fólk hafði ekki áhyggjur af því að einhver brytist inn til þeirra og skildi útidyrnar eftir opnar. Í dag hefur fólk gleymt hvernig á að tala við hvort annað. Það er alltaf að flýta sér og þakkar ekki fyrir sig. Fólk hugsar bara um sig og engan annan.”

Katrina nýtir sér samt sem áður nútímatækni
Katrina nýtir sér samt sem áður nútímatækni

Katrina vill eignast fjögur börn í framtíðinni: „Ég veit ekki hvort ég get haldið húsiu í svo fullkomnu standi en vil eignast stóra fjölskyldu. Ég ætla að klæða stelpurnar mínar í skokka, hatta og allt það en þegar þær eldast mega þær sjálfar ráða í hverju þær eru.”

Þú getur fylgst með Katrinu hér, þar sem hún selur kjólana sína: www.edelweisspatterns.com .  Instagram@katrinaariana

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!