KVENNABLAÐIÐ

Celine Dion opnar sig varðandi eiginmannsmissinn: „Ég sakna þess að vera snert“

Söngdívan Celine Dion hefur verið dugleg að hlúa að sér undanfarin ár, en það leynir sér ekki að enn syrgir hún eiginmann sinn René Angélil, sem lést árið 2016. Í viðtali sem Today Show tók við hana í síðustu viku segist hún enn taka ákvarðanir með René í huga, hvort hann myndi samþykkja þær.

Auglýsing

Hún segist einnig ekki vera tilbúin að hitta nýjan maka og segir René einn hafa getað fyllt þetta tóm í lífi hennar:

„Ég er mjög heppin og ánægð að hafa yndislegt fólk í kringum mig til að halda mér félagsskap. Þau láta mig hlæja en ég sakna þess að vera snert. Ég sakna þess að vera föðmuð. Ég sakna þess að heyra að ég sé falleg. Ég sakna þess að hafa það sem kærasti og eiginmaður myndu gera fyrir mig,“ segir Celine.

Auglýsing

Celine sem er frönsk-kanadísk segir að það sem hún elski mest er að koma fram: „Ég var fædd til þess.“

Celine segist enn þurfa að sanna sig eftir andlát René: „Ég þarf að sanna mig fyrir mér, börnunum, teyminu mínu og aðdáendunum og það er allt í góðu. Ég er sterk. Og mér líður frábærlega.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!