KVENNABLAÐIÐ

Svona er Meghan að reyna að bæta ímynd sína

Fjölmiðlar hafa sagt að sumar Meghan Markle hafi verið „sumar frá helvíti” þegar kemur að almenningsálitinu og orðspori Meghan. Frá reiði fólks vegna einkaþotuflugs og endurbyggingu Frogmore Cottage sem kostaði um fjórar milljónir dala er Suður-Afríkutúr Meghan og Harrys talin vera að bæta ímynd Markle sem þarf á því að halda.

Auglýsing

im3

Þetta hefur verið afskaplega vönduð herferð þar sem hertogaynjan af Sussex situr á gólfinu með mæðrum, faðmar fátæk börn og klæðist „gömlum” – að minnsta kosti ódýrum – fötum og svo skildi hún jafnvel trúlofunarhringinn eftir heima en hann kostaði 140.000 dali.

Kunnugir segja að vinir hafi ráðlagt henni að hún hafi virkilega þurft á yfirhalningu ímyndar að halda, s.s. Keleigh Thomas Morgan og aðrir hjá Sunshine Sachs, fyrirtæki í Los Angeles sem sérhæfir sig í slíku: „Meghan vissi að hún þyrfti hjálp þannig hún talaði við vini sem hún treystir, t.a.n. Keleigh,” segir innanbúðarmaður. „Hún á fáar vinkonur í Bretlandi sem þekkja fjölmiðlamál þar.”

im1

Auglýsing

Svo má ekki gleyma Archie, en parið er nú að leyfa ljósmyndir af honum en það vill fólkið. Þau höfðu áður verið ásökuð fyrir að „fela hann.”

im2

Í fyrstu opinberu ferð Meghan í fyrra, til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Fiji og Tonga var hún í merkjavöru frá Stellu McCartney og Oscar de la Renta. Í þessari ferð er hún í sömu fötunum og í merkjum á borð við Veronica Beard og Martin Grant sem einnig eru umhverfisvæn.

Meghan sýndi ekki aðeins samkennd með því að dansa og eiga samskipti við innfædda heldur heimsótti hún minnismerki myrts suður-afrísks nemanda eftir að hafa fylgst grannt með máli hans.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!