KVENNABLAÐIÐ

Barnabarn Snoop Dogg lést tíu dögum eftir fæðingu

Elsti sonur rapparans Snoop Dogg, Corde Broadus (25) eignaðist soninn Kai Love þann 15. september síðastliðinn. Tíu dögum síðar, þann 25. september var hann látinn.

Auglýsing

Kai litli var á vökudeild undir eftirliti þar sem hann lést. Fjölskyldan hefur ekki gefið út yfirlýsingu þannig ekkert er vitað um dánarorsök.

Auglýsing

Eiginkona Snoop, Shante Broadus (47) setti hjartnæmt myndband á Instagram af sjálfri sér grátandi að syngja með laginu The Love We Had Stays On My Mind og skrifaði við það: „To My Fifth G Baby Kai Love 9-15-19/9-25-19.“

Corde á börnin Zion (4) og Eleven sem er ársgömul.

Snoop hefur verið giftur Shante síðan 1997, en hún er æskuástin hans. Þau eiga einnig soninn Crodell (22) og dótturina Cori (20). Snoop á einnig soninn Julian (21) með Laurie Holmond.