KVENNABLAÐIÐ

JFK var með hjákonu sinni þegar Jackie O. fæddi andvana barn þeirra

John F. Kennedy, Bandaríkjaforsetinn sem var myrtur árið 1963, var með hjákonu sinni þegar Jackie fæddi eitt barnanna þeirra, segir söngkonan Carly Simon í nýju viðtali.

Auglýsing

Carly varð vinkona Jackie – Jaqueline Kennedy Onassis- síðasta áratug lífs hennar. Hún skrifar í nýrri æviminningabók að Jackie hafi verið „sama“ um framhjáhald eiginmannsins: „Það voru aðrir hlutir sem höfðu áhrif á hana en samböndin utan hjónabands,“ segir Carly (74) í viðtali við NBC News þriðjudaginn 22. október um nýju bókina hennar.

„Til dæmis þegar hann var ekki til staðar við barnsfæðingu. Að hann hafi verið með hjákonu sinni þegar hún var á spítalanum. Það eru dæmi um það sem særði hana.“

Auglýsing

JFK var viðstaddur þegar Caroline, John Jr. og Patrick fæddust, en Patrick lést vöggudauða. Árið 1956 var hann á snekkju í Miðjarðarhafinu þegar Jackie fæddi andvana barn.

„Hann var kaldur og ótengdur og sá enga ástæðu til að flýta sér heim – barnið var dáið,“ sagði Steven Levingston, höfundur  bókarinnar „The Kennedy Baby: The Loss That Transformed JFK,” í viðtali við Washington Post árið 2013.

Annar eiginmaður Jackiear, Aristotle Onassis, var einnig flagari: „Jackie lærði að það þýddi ekki endilega annað en ‘wham bam thank you ma’am,’” sagði Simon. „Hún virtist ekki taka framhjáhaldið nærri sér,“ sagði Simon.

„Hún sagði mér á glaðlegan hátt að hún vissi að sjálfsögðu af samböndunum hans. Henni var sama því hún vissi að John elskaði hana þrátt fyrir þennan galla.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!