KVENNABLAÐIÐ

Demi Moore var nauðgað 15 ára af manni sem greiddi móður hennar fyrir að brjóta á henni

Demi Moore (56) hefur nú þegar varpað ýmsum bombum hvað varðar fortíðina í æviminningum sínum, Inside Out, en hún hefur m.a. greint frá sambandi þeirra Ashtons Kutcher, framhjáhaldi hans og fósturmissi á meðgöngu vegna áfengisdrykkju.

Auglýsing

Demi ræddi við Diane Sawyer í þættinum Good Morning America, þar sem hún sagði mann hafa nauðgað sér og greitt móður hennar, sem var alkóhólisti, 500 dollara fyrir: „Þetta var nauðgun og skelfileg svik sem komu í ljós þegar maðurinn spurði mig þessarar kaldranalegu spurningar: „Hvernig finnst þér að móðir þín hafi selt þig sem hóru fyrir 500 dollara?“

Auglýsing

Þrátt fyrir þessa ömurlegu atburði þessarar nætur er Demi ekki viss um að móðir hennar hafi selt hana viljandi: „Ég held, djúpt í hjarta mínu, nei,“ segir Demi þegar Diane spurði hana hvort henni fyndist móðir hennar hafa „selt“ hana nauðgaranum. „Ég held þetta hafi ekki verið bein kaup og sala, en hún gaf honum aðgang að mér og setti mig í þessa hættu.“

Demi fór að heiman með enga peninga og enga reynslu til að sækja frægð og frama í Hollywood. Segir hún að hún hafi fundið öryggi í því að hafa ekki haft neinu að tapa. Fékk hún tækifæri í „General Hospital,“ aðeins 19 ára gömul. Hún varð fljót að missa fótanna, fór að misnota áfengi og svo kókaín. Hún lék svo í myndinni „St. Elmo’s Fire” árið 1985 þar sem hún lék partýstelpu en var beðin um að fara í meðferð. Hún varð svo edrú þar til hún var á þrítugsaldri.

Demi hefur nú verið edrú í 20 ár.

Inside Out kemur í verslanir þann 26. september.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!