KVENNABLAÐIÐ

Mikil veisla í Hörpu á morgun – stjörnum prýddur gestlisti

Hljóm­sveit­in Tod­mobile ætti að vera lands­mönn­um kunn­ug, en um helg­ina held­ur hún upp á 35 ára af­mæli sitt með tón­leik­um í Hörpu á morg­un, laug­ar­dag­inn 14. októ­ber.

Ásamt Tod­mobile verða þrír er­lend­ir gesta­söngv­ar­ar sem áttu hver um sig þátt í að móta tón­list­a­strauma átt­unda og ní­unda ára­tug­ar­ins. Það eru þeir Midge Ure, fyrr­ver­andi söngv­ari Ultra­vox, Tony Hadley úr Spandau Ball­et og Nik Kers­haw.

Miðarn­ir á fyrri tón­leik­ana, kl. 19, seld­ust upp og slegið var til annarra tón­leika síðla sama kvölds, eða klukk­an 22.30, og eru enn miðar til sölu á þá.

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands spil­ar með Tod­mobile og mun Atli Örvar­son stýra henni.