KVENNABLAÐIÐ

Chris March, stjarna úr Project Runway þáttunum, látinn

Einn uppáhalds þátttakandi margra úr þáttunum Project Runway er látinn. Fatahönnuðurinn Chris March varð 56 ára. Samkvæmt TMZ var dánarorsökin hjartaáfall, en Chris lést á fimmtudagskvöld.

Auglýsing

Chris var frá Alameda, Kaliforníuríki og var búningahönnuður fyrir tímaritið „Beach Blanket Babylon” áður en hann var keppandi í fjórðu þáttaröð Project Runway. Hann bjó svo í San Fransisco, Bay Area. Hann kom einnig fram í þáttunum „Project Runway All Stars,” og „Project Runway: All-Star Challenge.”

Auglýsing

March hannaði svo fatnað á Beyoncé, Meryl Streep, Lady Gaga og Madonnu.

Í júní 2017 datt hann í íbúðinni sinni og var í dái í tvo mánuði. Þegar hann vaknaði var hann lamaður frá hnéi á báðum fótum og hægri hönd einnig. Hann átti mjög erfitt uppdráttar eftir það, en var alltaf bjartsýnn og þakklátur aðdáendum sínum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!