KVENNABLAÐIÐ

Sjaldgæf sjón: Ryan Gosling og Eva Mendes sáust saman á veitingastað – Myndir

Leikaraparið Eva Mendes og Ryan Gosling fóru á rómantískt stefnumót í Los Angeles og er það í fyrsta sinn sem þau sjást saman síðan í mars á þessu ári. Þau halda einkalífinu mjög fyrir utan fjölmiðla og vilja hvorki að myndir birtist af þeim saman né dætrum þeirra.

mendes43

Miðvikudaginn 4. september gerðu þau hinsvegar undantekningu og fóru á asískan veitingastað þar sem þau nutu samvista við hvort annað í tvo tíma. Þau virtust hamingjusamari en nokkru sinni fyrr þegar þau fóru og héldust í hendur.

Dætur þeirra Esmeralda, 4, og Amada, 3, voru í pössun hjá barnfóstrunni þeirra á meðan.

mendes4

Parið hittist á setti myndarinnar The Place Beyond the Pines árið 2011 og fóru að hittast skömmu síðar. Allar götur síðan hafa þau haldið sig utan sviðsljóssins og Eva er alveg hætt að leika.

mendes2

Þau hafa gengið í gegnum ýmsa erfiðleika, t.d. árið 2017 tók Ryan þá ákvörðun að eyða mæðradeginum með móður sinni í stað Evu. Á þessum tíma var Eva líka óörugg því Ryan var að leika í La La Land með Emmu Stone og fór hún því ekki með Ryan á bæði Golden Globe verðlaunahátíðina og Óskarsverðlaunahátíðina. Ryan á sér sögu að falla fyrir meðleikkonum sínum og var hún stressuð vegna þess.

mendes

Þau hafa náð sér á strik, Ryan fagnaði 45 ára afmælinu í Disneyland í mars á þessu ári. Nú eru þau í pásu frá leikferlinum og eru foreldrar stúlknanna sinna…og greinilega ástfangin og hamingjusöm!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!