KVENNABLAÐIÐ

Þrítug kántrístjarna lést í bílslysi

Kántrísöngkonan Kylie Rae Harris lést í þriggja bíla árekstri í vikunni, en hún var á leið til Nýju-Mexíkó. Kylie var þekkt fyrir lagið „Twenty Years From Now” og var á hraðbraut í Taos á miðvikudaginn þegar hún lenti í þessu skelfilega slysi.

Auglýsing

16 ára ökumaður, stúlka, lést einnig og hinn þriðji var ekki slasaður. Talsmaður Kylie sagði að það tæki þau sárt en þau staðfestu að hún hefði látist í bílslysinu: „Allir sem þekktu Kylie vissu hve mjög hún elskaði fjölskylduna sína og meira en það, elskaði hún tónlist. Þessu til staðfestingar ætti fólk að dreifa kærleik í dag og hlusta á tónlist sem hrífur það.“

Þetta var síðasta IG Story sem hún póstaði – sama dag og hún lést: 

Auglýsing

Engar aðrar upplýsingar er að finna um slysið og er verið að rannsaka hvort ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis.

Síðasti póstur hennar á Instagram:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!