KVENNABLAÐIÐ

Britney bálreið föður sínum þar sem hún missir umgengisrétt við drengina sína vegna hans

Britney er búin að fá nóg af föður sínum, Jamie Spears, en ofbeldiskæra á hendur honum vegna eldri drengsins olli því að hún fær bara að hafa drengina 30% á móti 70% Kevins Federline, barnsföður hennar.

Auglýsing

Britney kennir Jamie um og er honum mjög reið. Hann er einnig fjárhaldsmaður hennar og er hún ósátt við það og mun gera breytingar.

Eins og áður hefur verið greint frá fór Kevin Federline í skýrslutöku til lögreglu vegna Jamie Spears fyrir að ráðast á Sean Preston, 13 ára. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ákæru. Kevin var veitt bráðabirgðanálgunarbann á Jamie í þrjú ár.

Auglýsing

Britney tók drengina frá föður sínum þegar atvikið hafði gerst. Britney kennir honum alfarið um hvað gerðist og er mjög ósátt, eins og gefur að skilja.

„Hún reyndi að gera það rétta en verið er að refsa henni og hún er reið,“ segir vinur hennar nafnlaust við Radar. Hún hefur nú verið undir verndarvæng föður hennar sem hefur séð um öll hennar mál í meira en áratug: „Hún vill ekki vera undir hans stjórn lengur,“ heldur vinurinn áfram.

„Hún vill í raun engan til að sjá um þetta, vill höndla eigið líf sjálf. En hún er föst því henni finnst hún ekki hafa neina bandamenn hjá sér, löglega.“

Samkvæmt sérfræðingi í lögum er hægt að svipta Jamie öllum réttindum ef hann væri ákærður um glæp.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!