KVENNABLAÐIÐ

Maður handtekinn og ákærður í tengslum við andlát Mac Miller fyrir ári síðan

Eiturlyfjasali í Hollywood Hills hefur verið ákærður fyrir að eiga þátt í dauða hip hop listamannsins Mac Miller, sem einnig var fyrrverandi kærasti Ariönu Grande. Mac fannst látinn á heimili sínu af völdum ofneyslu fyrir tæpu ári síðan.

Auglýsing

Cameron James Pettit (28) var handtekinn miðvikudaginn 4. september af sérsveitarmönnum DEA (Drug Enforcement Administration) og lögregluþjónum í Los Angeles og ákærður fyrir að dreifa hættulegum fíkniefnum.

Pettit og aðrir eru sagðir hafa dreift eiturlyfjum og selt ma. Malcom James McCormick, sem kallaði sig Mac Miller, tveimur dögum áður en hann lést í Studio City þann 7. september 2018.

Auglýsing

Dánarorsökin var eitrun af völdum fentanýls, kókaíns og áfengis.

Þann 4. september seldi Pettit Miller 30 mg. oxycodone pillur ásamt kókaíni og Xanax pillum. Í stað þess að láta hann fá milt oxy, fékk hann falsaðar pillur sem innihéldu fentanýl sem er 50% sterkara en heróín.

Tveimur dögum seinna lést Miller. Rannsakendur telja að hann hafi látist eftir að hafa tekið þessar fölsuðu pillur og Pettit hafi útvegað honum þær.

Verði Pettit fundinn sekur getur hann átt von á dómi sem hljóðar upp á 20 ár í fangelsi. Hann kemur fyrir dóm í dag.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!