KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber viðurkennir dópneyslu og að hann hafi ekki langað að lifa lengur

Söngvarinn Justin Bieber sagði í pósti á Instagram sunnudaginn 2. september að hann hafi gert afar mörg mistök og hafi átt við erfit þynglyndi að stríða.

Segir Justin (25): „Það er erfitt að fara fram úr rúminu á morgnana með réttu hugarfari þegar þú ert ofurliði borinn vegna fortíðarinnar, vinnunnar, ábyrgðinnar, tilfinninganna, fjölskyldunnar, fjármálanna, sambandanna.”

Segir hann að kvíði hans hafi látið hann vera svartsýnan á tímum og alltaf var hann að kvíða „öðrum slæmum degi.”

Hann segir að þessi vítahringur slæmra hugsana geti orðið svo slæmar á köflum að „manni langar ekki að lifa lengur.”

Auglýsing

Bieber grínaðist svo með kaldhæðnina milli þunglyndisins og stjörnulífsins: „Þið sjáið, ég á fullt af peningum, fötum, bílum, hrósum, áragnri, verðlaunum og ég var samt ófullnægður,” og segir að þrýstingurinn vegna frægðarinnar hafi verið erfiðari en hann hélt.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hann hafi alist upp á óstöðugu heimili – fráskildir foreldrar og fátækir – hafi hann komist í Hollywoodsviðsljósið áður en hann mátti drekka og milljónir sögðu honum hversu frábær og flottur hann væri.

„Ég fór frá því að vera 13 ára strákur frá smábæ í að vera lofaður hægri vinstri af heiminum, milljónir sögðu mér að þeir elskuðu mig og hversu æðislegur ég væri. Þú heyrir þetta sem ungur krakki og ferð að í raun trúa því. Allir gerðu allt fyyrir mig þannig ég lærði aldrei grunnstoðir ábyrgðar. Þarna var ég orðinn 18 ára með enga hæfileika í hinum raunverulega heimi, með milljónir dollara og aðgang að öllu sem ég vildi. Þetta er ógnvænleg staða fyrir alla”

Stjarnan útskýrir svo að hann hafi vanist hinu ljúfa lífi svo ungur að það leiddi til uppreisnar sem leiddi hann svo í hringiðu slæmra ákvarðana.

„Um tvítugt tók ég allar verstu ákvarðanir sem þú getur hugsað þér og fór frá að vera elskaðasta og dáðasta manneskja í heimi til þess að vera hafður að háður og spotti, dæmdur og hataður. Ég fór að nota sterk eiturlyf 19 ára og var ofbeldisfullur í öllum samböndunum mínum. Ég varð reiður og virðingarlaus við konur og varð fjarlægur öllum sem elskuðu mig, og ég faldi mig bakvið, skelin af manneskjunni sem ég var orðinn.”

Í dag er Justin glaður að hafa komist út úr þessu: „Sem betur fer blessaði guð mig með ótrúlegu fólki sem elskar mig. Nú er ég að fóta mig í besta ástandinu – GIFTINGU!! Sem er ótrúleg, klikkuð, ný ábyrgð. Þú lærir þolinmæði, traust, staðfestu, kærleik, auðmýkt og allt sem þarf til að vera góður maður.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!